Veiðimaðurinn - 2024, Side 52

Veiðimaðurinn - 2024, Side 52
15 pund og seinni 10 punda. Sá var mjög líflegur, enda nýrunninn. Mig minnir að næsti staður sem ég fékk fisk á hafi verið Eskeyjarflúð. Sá lax var erfiður og lét hafa fyrir sér, enda erfitt um löndun þar. En það tókst með hjálp Dodda og þetta var annar 20 punda hængur. Eftir að þessi var kominn á land var komið að hvíldinni. Nú er alveg tímabært að nefna að morgun- veiðin kom öll á sömu fluguna. Þetta voru Munro Killer-einkrækjur hnýttar af frú Megan Boyd sem Englendingar höfðu fært mér að gjöf. Þessar flugur eru nú eiginlega safngripir en ég sá enga ástæðu aðra en að nota þær! Ég var líka með ein- hendu, tíu og hálfs feta karbonstöng sem var mun léttari en þungu tvíhendurnar sem þá tíðkuðust. Eftir hádegishlé vorum við Doddi mættir á bakkann á mínútunni fjögur við Tjarn- arsvæðið. Tjörn er bærinn sem sést frá gatnamótunum þegar leiðin er valin til Húsavíkur eða upp í Reykjadal. Þarna keyrði maður niður að ánni eftir slóða sem fer um aldagamalt hraun. Veiðistaðurinn sjálfur er hólmi sem gengt er í á trébrú. Það var ekki mikið að gerast ofan við flúðina. Að vísu reistu sig tveir fiskar en tóku ekki fluguna. Þá leggur Doddi til að við færum okkur niður fyrir flúðina. Það vildi svo til að þetta var fyrsti dagurinn sem þar var vætt. Ég óð því þvert yfir ána og kastaði að syðri bakkanum og eftir nokkur köst var tekið hressilega í. Þessi lax vildi fara niður en ég var nú orðinn vanur að halda vel í og trúi því að betra „Það var ekki mikið að gerast ofan við flúðina. Að vísu reistu sig tveir fiskar en tóku ekki fluguna. Þá leggur Doddi til að við færum okkur niður fyrir flúðina.“ 52 50 kíló af laxi í yfirvigt

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.