Veiðimaðurinn - 2024, Side 58
Eɷir
Steingrím Sævarr Ólafsson
„Þeir sem eitt sinn hafa veitt í Laxá í
Laxárdal verða fastagestir. Hún heillar
þig, hún bræðir þig, hún fangar þig,“ var
eitt sinn sagt um þessa veiðiperlu og það er
kannski ekki skrýtið, miðað við að meiri-
hluti veiðinnar síðustu ár er fiskur yfir 60
cm. Þeir eru kannski færri fiskarnir en í
Laxá í Mývatnssveit, en þeir eru stærri.
Veiðisvæðið er stórt, nær yfir meirihluta
Laxárdals, og eftir að veiða/sleppa fyrir-
komulagið var tekið upp er óhætt að segja
að stofninn hafi tekið við sér, stækkað
og dafnað. Síðasta sumar veiddust yfir
1.000 fiskar í ánni, sem er það mesta um
langt árabil. Mikil eftirsókn er eftir leyfum
í þessa mögnuðu á og stór hópur veiði-
manna hefur um árabil átt sín föstu holl.
Alltaf að læra eitthvað nýtt
Það er við hæfi að fara í stutta yfirferð um
Dalinn með þessum fastagestum. „Laxár-
dalurinn er algjört himnaríki á jörð. Ég hef
veitt þar alltaf í byrjun sumars síðan á síð-
ustu öld og það er eitthvað sem togar alltaf
Fá urriðasvæði eru jafn rómuð fyrir stóra
fiska, náttúrufegurð og Laxá í Laxárdal.
Svæðið er oftast kallað Dalurinn og hvort
sem um er að ræða þurrfluguveiði, púpu-
veiði eða straumfluguveiði er þar boðið
upp á kjöraðstæður og stærri fiska en geng-
ur og gerist. „Laxárdalurinn er himnaríki
á jörð,“ segir einn fastagestanna.
58 Dalurinn – himnaríki á jörð