Veiðimaðurinn - 2024, Side 61
Veður og birta skipta sköpum
Líklega er Ólafur Tómas ekki sá eini sem
hefur átt slík augnablik í Dalnum með
hina óteljandi veiðistaði. Ragna þekkir
þá út og inn.
„Á vorin er skemmtilegt að fara á svæðið
við Kletthólma og Halldórsstaði, hvort
sem er vestan- eða austanmegin,“ segir
hún. „Yfirleitt er afgerandi áll eða álar
milli bakkanna, þar sem fiskurinn heldur
sig, sem og í pollum sem myndast hér og
þar. Veður- og birtuskilyrði skipta iðulega
sköpum við að finna veiðistaðina en ekkert
er gefið í þessum efnum.
Fiskur getur verið langt niður eftir ánni
þar sem manni finnst ekkert vera á botn-
inum nema malbik. Hérna nota ég alltaf
straumflugur, Rektor og Þingeyingur eru
í algjöru uppáhaldi. Black Ghost Sunburst
hefur virkað vel um hádegisbil í björtu
veðri, og Flæðarmús í báðum litum má
alltaf prófa.
Ég nota yfirleitt sökkenda en stundum
hálfsökkvandi línu. Strippa alltaf hratt
og hef rekið á flugunni mislangt til að
finna hvar fiskurinn tekur. Eini gallinn
við sökkendann er að margar flugur festast
í botninum en þá er bara að hafa boxið
fullt.“
Hægt að gleyma sér í marga klukkutíma
Og Ragna segir ekki ósvipuð skilyrði vera
í flóanum við Geitanef, fyrir ofan Sogið.
„Þar verður þó að vaða fram og aftur
til að finna veiðistaðina, gefa sér góðan
tíma og gæta að því að fara ekki of djúpt.
Hér verður að finna pollinn eða kantinn
og finna réttu aðferðina, ég nota alltaf
straumflugur.
Varastaðahólmi ofarlega í ánni er forn-
frægur veiðistaður sem á stundum hefur
gefið vel en alltaf er gaman að prófa. Hér
borgar sig að stunda púpuveiði; Vorflugan,
Peacock og Urriðafluga eru klassískar. Við
Veiðimaðurinn 61
„Ég nota yfirleitt sökkenda en stundum hálfsökk-
vandi línu. Strippa alltaf hratt og hef rekið á flugunni
mislangt til að finna hvar fiskurinn tekur. Eini gallinn
við sökkendann er að margar flugur festast í botninum
en þá er bara að hafa boxið fullt.“