Veiðimaðurinn - 2024, Page 62

Veiðimaðurinn - 2024, Page 62
„Ég verð að nefna Árgilsstaðaflóa eða Ásgeirsstaða- flóa. Hvort nafnið er rétt er klassískt umræðuefni á hverju ári en norðanmenn blása á hið fyrrnefnda. Það er hægt að gleyma sér þar í marga klukkutíma, þetta er mikið flæmi, en stundum þarf að hafa töluvert fyrir því að finna fiskinn.“ hjónin veiðum á milli hólmans og bakkans austan megin sem og aðeins niður eftir áður en straumurinn verður of harður. Það þarf að fóta sig varlega á þessum stað og töluvert þarf að vaða. Fiskurinn rýkur oft niður eftir í strauminn og hefur iðu- lega betur. Ég verð að nefna Árgilsstaðaflóa eða Ásgeirsstaðaflóa. Hvort nafnið er rétt er klassískt umræðuefni á hverju ári en norðanmenn blása á hið fyrrnefnda. Það er hægt að gleyma sér þar í marga klukku- tíma, þetta er mikið flæmi, en stundum þarf að hafa töluvert fyrir því að finna fiskinn. Hægt er að veiða frá bakka ofar- lega í flóanum en síðan er ekkert annað að gera en að skella sér út í miðju og veiða að landi, þegar állinn er fundinn. Mikið dýpi er neðst í flóanum og ekki nema fyrir alvana að hætta sér þangað. Hér ráða straumflugur ríkjum, þær sömu og fyrr.“ Ragna nefnir loks Djúpadrátt. „Sá veiðistaður hefur löngum verið í uppá- haldi, straumfluga, sökkendi og stripp vestan megin og andstreymisveiði við austurbakkann, reyndar hvort tveggja hægt báðum megin eftir því í hvaða stuði maður er. Fiskurinn heldur sig á ýmsum stöðum í Drættinum, hvort sem er við stóra steina sem blasa við eða í pollum í miðjunni. Þegar mig dreymir veiðar er þetta gjarnan staðurinn. Hér er líka dásamlegt að setjast niður, fá sér bjórsopa og hugsa um lífsins gagn og nauðsynjar,“ segir Ragna. 62 Dalurinn – himnaríki á jörð

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.