Veiðimaðurinn - 2024, Page 67

Veiðimaðurinn - 2024, Page 67
“Ég veiði hvern veiðistaðinn í huga mér á koddanum á kvöldin. Hver veiðidagur er fullkominn. Það er hlýtt og lygnt. Ekki of mikil sól og ekki of mikil fluga. Allt mátulegt eins og hafragrautsskál, stóll og rúm yngsta bjarnarins.“ hafi verið þess heiðurs aðnjótandi að upp- lifa það sama, í þessari að því er virðist hægu endursýningu náttúrunnar. Síðan lendir fiskurinn og tekur upp á því að spæna niður sterkasta strauminn og þá fer sýningin á fullt aftur, ásamt hjartslætti veiðimanns.“ Komdu, það er gaman! Í næstu veiðiferð sinni lagði Ólafur Tómas svo púpunni. „Ég tók heila vakt í það að kasta straum- flugum á fiskana sem héldu til fyrir neðan sandöldurnar í Birningsstaðaflóa, kasta risaflugum meðfram bökkum frá Arnar- bæli upp að Miðbakka, þar sem ég fékk nokkra fallega urriða sem héldu til undir bökkunum eða við þá og einnig að skauta stórum flotflugum yfir fiska á Geitanefi og Grjótbakka. Ég endaði þá ferð á því að landa mínum fyrsta sjötíu sentimetra urriða í Laxárdal.“ Og hann telur niður dagana til næstu ferðar í Dalinn. „Ég veiði hvern veiðistaðinn í huga mér á koddanum á kvöldin. Hver veiðidagur er fullkominn. Það er hlýtt og lygnt. Ekki of mikil sól og ekki of mikil fluga. Allt mátu- legt eins og hafragrautsskál, stóll og rúm yngsta bjarnarins. Auðvitað verður það aldrei svo, en hvað sem á móti mér tekur verður aðeins nýtt ævintýri til að upplifa. Ég er nú sjálfur orðinn þessi óþolandi málpípa Laxárdalsins og mögulega les þetta einhver sem hugsar með sér hversu þreyttur viðkomandi sé orðinn á þessu endalausa þrasi um þetta tiltekna veiði- svæði. Við því hef ég aðeins eitt að segja. Komdu, það er gaman!“ Veiðimaðurinn 67

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.