Veiðimaðurinn - 2024, Side 70

Veiðimaðurinn - 2024, Side 70
70 10/10 1/10 Nafn og félagsnúmer? Unnur Ólafsdóttir, SVFR-félagsnúmer 1414. 2/10 Fyrsta veiðiferðin? Fór í Hlíðarvatn með stóru systur, mági og systursyni mínum kannski 10 ára, man ekki eftir neinni veiði samt. 3/10 Undirbúningur veiðitímabilsins? Ég er svo lánsöm að vera meðlimur í tveimur veiðifélögum; Sérsveitinni, sem samanstendur af vinkonum úr grunn- og menntaskóla, og Vöðlunum, sem saman- stendur af veiðikonum úr ýmsum áttum. Yfir vetrartímann þarf að funda með veiði- félögunum, skoða hvað er í boði og ákveða hvert skal halda í veiði næsta sumar. Þegar veiðitímabilið nálgast þarf svo að yfirfara línurnar og bóna þær og yfirfara flugu- boxin. Hluti af undirbúningnum er líka bara að skoða veiðidótið og þá kemur gjarnan upp í hugann eitthvað sem vantar. Talsvert af mínum veiðigræjum hef ég fengið í afmælis- eða jólagjöf frá eigin- manni mínum. Veiðimaðurinn mun hér eftir taka hús á einum félaga í Stangaveiðifélagi Reykjavíkur og spyrja hann tíu spurninga. Unnur Ólafsdóttir ríður á vaðið en hún veiddi maríulaxinn í Alviðru í Soginu. 10/10 Góðir veiðifélagar og stangarhaldari mikilvægastir

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.