Veiðimaðurinn - 2024, Síða 72
72 10/10
4/10 Næsta veiðiferð?
Búin að bóka Hítará II og Grjótá með Sér-
sveitinni.
5/10 Ómissandi í hverja veiðiferð?
Aðallega góðir veiðifélagar. Það er allra
mikilvægast og ég hef verið sérlega lán-
söm hvað það varðar. Af dauðum hlutum
ætla ég að nefna góðan stangahaldara
á bílinn, hef nefnilega lent í að gleyma
honum heima og það er vesen.
6/10 Uppáhaldsflugan í fluguboxinu?
Í augnablikinu er það Hexagon Frances
svört með gulum haus, hef fengið fisk á
hana nokkrum sinnum.
7/10 Nýjasta veiðidótið?
Fyrir utan fína veiðijakkann minn, sem er
það sem ég keypti síðast og er varla hægt
að kalla veiðidót, held ég að ég nefni spólu-
box sem ég get hengt utan á mig og heldur
utan um fjórar spólur af girni. Alger snilld.
8/10 Uppáhaldsveiðistaðurinn?
Mjóihylur í Flókadalsá í Borgarfirði. Til
að komast að honum þarf að klöngrast
niður bratta skriðu og þá taka við klappir
sem staðið er á. Ég veiði hylinn þannig
að ég kasta niður eftir straumnum yfir á
klappirnar sem eru hinum megin. Læt reka
aðeins og dreg svo fluguna rólega upp eftir
hylnum. Dásamlegur staður.
9/10 Eftirminnilegasti fiskurinn?
Þetta er erfið spurning því að sjálfsögðu
eru þeir nokkrir mjög minnisstæðir. Ef
ég á að nefna aðeins einn þá hlýtur það að
vera maríulaxinn sem ég veiddi á Alviðru-
svæðinu í Soginu árið 1999. Veiðiaðferðir
hafa breyst mikið síðan þá og til hins betra
að mínu mati. Maríulaxinn fékk ég á 18
gramma svartan og gylltan Toby-spún
í öskrandi rigningu. Þetta var hængur
sem vóg 21 pund en var þó ekki nema 96
cm langur – spikfeitur. Við Guðbjörg vin-
kona mín og veiðifélagi vorum ekki með
nægilega stóran háf svo að ég eiginlega
dröslaði honum eftir sandinum og hún
notaði háfinn eins og skóflu og mokaði
honum á land. Við hlógum eins og vit-
leysingar, enda adrenalínið alveg á fullu.
Við vorum rennandi blautar yst sem innst
enda áttum við ekki eins góða veiðijakka
og í dag og spún hef ég ekki veitt á í mörg
ár. Þetta var mjög eftirminnileg ferð þar
sem allar sex veiðikonurnar í Sérsveitinni
veiddu lax, enda ekta veiðiveður.
10/10 Hverjir eru helstu
kostir góðs veiðifélaga?
Það er eins og með annað í mannlegum
samskiptum að þar sem tveir eru saman
í tvo eða fleiri daga er jafnvægið það sem
skiptir máli. Að ná jafnvægi þannig að
báðir aðilar njóti sín og fái um það bil
sama tíma í veiðinni. Helst þannig að það
þurfi í raun ekki að ræða það neitt, skiptin
bara eiga sér stað og ekki eins og það þurfi
að vera á klukkunni. Samvinna en ekki
samkeppni milli veiðifélaga, að kunna að
samgleðjast þegar veiðist og hafa gaman
saman.
VEIÐIBÓKIN Í ÁR
Komdu að veiða með
Sigurði Héðni í sumum
af bestu veiðiám landsins.
Ómissandi bók fyrir
allt laxveiðifólk,
bæði byrjendur
sem lengra komna.