Veiðimaðurinn - 2024, Page 74
74 5 ótroðnar slóðir á Fjallinu í Langá
ótroðnar slóðir
á Fjallinu í Langá
Eɷir
Trausta Hafliðason
Þegar veiðimenn veiða fjallið í Langá er
auðvelt að festast í Kamparí og Koteyrar-
streng, enda frábærir veiðistaðir. Fjallið
býður hins vegar upp á svo mikið meira
og fékk Veiðimaðurinn hinn þrautreynda
veiðimann Karl Lúðvíksson, eða Kalla Lú,
til að benda á fimm staði sem þú mátt ekki
láta framhjá þér fara.
Langá á Mýrum er án vafa ein fallegasta
á landsins. Hún er gríðarlega fjölbreytt og
aðgengileg fyrir veiðimenn, því að slóðar
liggja að nánast hverjum einasta veiðistað
árinnar.
Efri hluti árinnar kallast fjallið. Það er
svæði sem teygir sig frá Sveðjufossi og upp
að Ármótafljóti, sem er efsti veiðistaður
árinnar, númer 93. Þar skammt fyrir ofan
er Langavatn, þar sem Langá á upptök sín.
Á Fjallinu rennur áin um gil en einnig eru
eyrar um miðbik svæðisins. Þekktustu og
vinsælustu veiðistaðirnir eru einmitt á
þessum eyrum og er þá helst verið að tala
um Kamparí, Neðri Kamparí og Koteyrar-
streng. Þessi staðir geyma alltaf laxa og
þar geta veiðimenn eytt löngum tíma. Þá
gleymist stundum að á fjallinu eru margir
aðrir góðir veiðistaðir, sem sumir eru allt
of lítið stundaðir.
Karl Lúðvíksson, oftast kallaður Kalli Lú,
hefur veitt í Langá um árabil. Hann var
staðarhaldari við ána um nokkurra ára
skeið og hefur einnig verið leiðsögumaður
þar. Hann þekkir því hvern streng og hvert
grjót í ánni. Veiðimaðurinn fékk Kalla til
að benda á fimm veiðistaði á fjallinu sem
unnendur Langár ættu að prófa. Hann
byrjar efst og veiðir niður ána.