Veiðimaðurinn - 2024, Page 82

Veiðimaðurinn - 2024, Page 82
Hamingjustund við bakkann Það er gott að taka sér smá hvíld frá veiðinni stöku sinnum. Hvað er þá betra en að vera með smá ham- ingjustund við bakkann? Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvað þú getur haft í nestiskörfunni. Eɷir Berglindi Ólafsdóttur Þegar ég undirbý mig fyrir veiði fer stundum jafnmikill tími í undirbúa veitingar fyrir hamingjustundir við árbakkann eins og að finna til veiðidótið, raða því í réttar töskur og passa upp á að fluguboxin innihaldi nú örugglega réttu flugurnar. Eiginmaður minn á það til að ranghvolfa augunum yfir þessu athæfi en þegar hann fær að fara með mér í veiðiferð elskar hann eins og veiðifélagar okkar góðgætið sem dregið er upp úr nestiskörfunni. Auð- vitað er þetta alger óþarfi, harðfiskur, smjör og kaldur öllari getur svo sannar- lega verið jafn gott og dúklögð flöt með heimagerðu blómum skreyttu góðgæti og köldum búbblum. Það eina sem skiptir máli er að vera í góðum félagsskap, í vöðlum, við fallega á eða vatn og hafa gaman. Hér eru uppskriftir að nokkrum réttum sem gjarnan eru í nestiskörfunni minni sem alltaf er tekin með í veiðiferðirnar. Það er bæði einfalt og smart að fylla krukkur með salati eða öðru góðgæti og bera fram með góðu kexi eða brauði. 82 Hamingjustund við bakkann

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.