Veiðimaðurinn - 2024, Page 86

Veiðimaðurinn - 2024, Page 86
Skerið ostana í litla bita, vínberin í fjóra hluta hvert og vorlaukinn í þunnar sneiðar. Blandið öllu saman í skál og hrærið vel saman. Setjið í fallega krukku með þéttu loki og geymið að lágmarki í 2–3 klst. áður en borið er fram. Berið fram með góðu kexi eða brauði. Rjómaostur með sólþurrkuðum tómötum og ólífum Ostasalat Þessi rjómaostur er algerlega geggjaður og ef þú hugsar „kommon, hver nennir þessu þegar það er bara hægt að kaupa ágætis bragðbættan rjómaost“ – trúðu mér, þegar þú hefur prófað þennan getur þú ekki hætt. Smá fyrirhöfn er líka skemmtileg, það bragðast allt betur sem maður nostrar við. Til eru margar útgáfur af ostasalati sem hefur verið vinsælt í áratug – hér er einföld útgáfa sem er ótrúlega góð. Það má vel leika sér með hlutföllin og nota sem dæmi tvær tegundir af ostum í stað þriggja, vínberin gera salatið ferskt og vorlaukurinn kemur með skemmtilegt tvist. • 200 g rjómaostur • 3 msk. pestó með sólþurrkuðum tómötum (heimagert er best) • 1 hvítlauksrif • 10 grænar ólífur • 10 svartar ólífur • 5 sólþurrkaðir tómatar • ½ piparostur • ½ Mexíkóostur • ½ hvítlauksostur • 20–25 vínber • 1 vorlaukur • 3–4 msk. majónes • 1–2 msk. grísk jógúrt Rjómaostur, pestó og hvítlaukur maukað saman í matvinnsluvél. Ólífurnar skornar í þunnar sneiðar og sólþurrkuðu tómatarnir í litla bita og hrært saman við rjómaostamaukið með sleif. Setjið í fallega krukku eða skál og berið fram með góðu kexi og/eða brauði. 86 Hamingjustund við bakkann

x

Veiðimaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.