Veiðimaðurinn - 2024, Síða 90

Veiðimaðurinn - 2024, Síða 90
fráveitustöð Hveragerðisbæjar var um að kenna, en ör vöxtur sveitarfélagsins hefur reynt mjög á alla innviði og fráveitustöðin dugar ekki lengur. Af þeirri ástæðu var ákveðið að banna alla veiði síðasta sumar. Fréttirnar voru mikið áfall, enda hefur hróður Varmár aukist mjög á undan- förnum árum. Vinsældir Varmár höfðu tekið mikinn kipp, en það var ekki síst vegna ötuls markaðsstarfs sem skilað hafði góðum árangri. SVFR, veiðifélag árinnar og Hveragerðisbær eru hins vegar staðráðin í að vinna saman að uppbygg- ingu veiðisvæðisins, þar sem endurheimt vatnsgæða er í fyrirrúmi. Þá er ætlunin að bæta aðstöðu, aðgengi og þjónustu við veiðimenn svo að allt verði fyrsta flokks þegar veiði verður heimiluð á ný í Varmá. Elliðaárnar Vorveiðin í Elliðaánum gekk vel og urrið- inn í ánni var vel haldinn. Sala vorveiði- leyfa var góð og komust færri að en vildu. Elliðaárlaxinn lét aðeins bíða eftir sér þetta árið og í fyrsta sinn um langt skeið var engum laxi landað á opnunarvaktinni. Það átti þó sannarlega eftir að breytast og veiði var ágæt allt til loka veiðitímabilsins. Alls veiddust 625 laxar í ánum og 19 sjó- birtingar. Hundasteinar, Árbæjarhylur, Hraun, Símastrengur og Höfuðhylur voru, í þessari röð, gjöfulustu veiðistaðirnir en þeim veiðimönnum virðist þó fjölga sem spreyta sig með góðum árangri á minna stunduðum veiðistöðum. Veiðin dreifðist nokkuð jafn yfir tímabilið en var þó mest í júlí. Þannig gaf vikan 10.–17. júlí 99 laxa, þar af var 23 landað þann 13. júlí, sem var besti dagur sumar- sins. Sunray Shadow, Haugur, Green Butt, rauður Frances og Silver Sheep voru feng- sælustu flugurnar. Heilt yfir má segja að árið hafi verið viðun- andi í Elliðaánum, sem voru níunda gjöf- ulasta laxveiðiá landsins miðað við veiði á stöng sumarið 2023. Margir sem áður veiddu á maðk í ánum eru að ná góðum tökum á flugunni og barna- og ungmenna- dagar hafa heppnast vel, þótt eingöngu sé þá veitt á flugu. Breytt veiðifyrirkomulag skýrir líka litla veiði á þekktum maðka- veiðistöðum – t.d. í Sjávarfossi, þar sem aðeins fjórir laxar veiddust. Mikillar bjartsýni gætir um framtíð Ell- iðaánna, þar sem hrygningarstofn árinnar hefur stækkað hratt á undanförnum árum. Alls gengu um 1.800 laxar gegnum teljar- ann og gefa rannsóknir á lífríki árinnar góð fyrirheit. Langá á Mýrum Nokkurrar bjartsýni gætti eftir opnun Langár, þar sem bændur veiddu ágæt- lega. Fljótlega dró úr væntingum, þar sem göngur í ána voru með minna móti Ár Fjöldi laxa 2023 625 2022 798 2021 617 2020 565 2019 537 2018 960 2017 890 2016 675 Laxveiði í Elliðaánum 90 Skýrsla stjórnar SVFR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Veiðimaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.