Veiðimaðurinn - 2024, Blaðsíða 90
fráveitustöð Hveragerðisbæjar var um að
kenna, en ör vöxtur sveitarfélagsins hefur
reynt mjög á alla innviði og fráveitustöðin
dugar ekki lengur. Af þeirri ástæðu var
ákveðið að banna alla veiði síðasta sumar.
Fréttirnar voru mikið áfall, enda hefur
hróður Varmár aukist mjög á undan-
förnum árum. Vinsældir Varmár höfðu
tekið mikinn kipp, en það var ekki síst
vegna ötuls markaðsstarfs sem skilað
hafði góðum árangri. SVFR, veiðifélag
árinnar og Hveragerðisbær eru hins vegar
staðráðin í að vinna saman að uppbygg-
ingu veiðisvæðisins, þar sem endurheimt
vatnsgæða er í fyrirrúmi. Þá er ætlunin
að bæta aðstöðu, aðgengi og þjónustu við
veiðimenn svo að allt verði fyrsta flokks
þegar veiði verður heimiluð á ný í Varmá.
Elliðaárnar
Vorveiðin í Elliðaánum gekk vel og urrið-
inn í ánni var vel haldinn. Sala vorveiði-
leyfa var góð og komust færri að en vildu.
Elliðaárlaxinn lét aðeins bíða eftir sér
þetta árið og í fyrsta sinn um langt skeið
var engum laxi landað á opnunarvaktinni.
Það átti þó sannarlega eftir að breytast og
veiði var ágæt allt til loka veiðitímabilsins.
Alls veiddust 625 laxar í ánum og 19 sjó-
birtingar. Hundasteinar, Árbæjarhylur,
Hraun, Símastrengur og Höfuðhylur voru,
í þessari röð, gjöfulustu veiðistaðirnir en
þeim veiðimönnum virðist þó fjölga sem
spreyta sig með góðum árangri á minna
stunduðum veiðistöðum.
Veiðin dreifðist nokkuð jafn yfir tímabilið
en var þó mest í júlí. Þannig gaf vikan
10.–17. júlí 99 laxa, þar af var 23 landað
þann 13. júlí, sem var besti dagur sumar-
sins. Sunray Shadow, Haugur, Green Butt,
rauður Frances og Silver Sheep voru feng-
sælustu flugurnar.
Heilt yfir má segja að árið hafi verið viðun-
andi í Elliðaánum, sem voru níunda gjöf-
ulasta laxveiðiá landsins miðað við veiði
á stöng sumarið 2023. Margir sem áður
veiddu á maðk í ánum eru að ná góðum
tökum á flugunni og barna- og ungmenna-
dagar hafa heppnast vel, þótt eingöngu sé
þá veitt á flugu. Breytt veiðifyrirkomulag
skýrir líka litla veiði á þekktum maðka-
veiðistöðum – t.d. í Sjávarfossi, þar sem
aðeins fjórir laxar veiddust.
Mikillar bjartsýni gætir um framtíð Ell-
iðaánna, þar sem hrygningarstofn árinnar
hefur stækkað hratt á undanförnum árum.
Alls gengu um 1.800 laxar gegnum teljar-
ann og gefa rannsóknir á lífríki árinnar
góð fyrirheit.
Langá á Mýrum
Nokkurrar bjartsýni gætti eftir opnun
Langár, þar sem bændur veiddu ágæt-
lega. Fljótlega dró úr væntingum, þar
sem göngur í ána voru með minna móti
Ár Fjöldi laxa
2023 625
2022 798
2021 617
2020 565
2019 537
2018 960
2017 890
2016 675
Laxveiði í Elliðaánum
90 Skýrsla stjórnar SVFR