Veiðimaðurinn - 2024, Side 92

Veiðimaðurinn - 2024, Side 92
land. Gjöfulasti veiðistaðurinn var Gils- bakkahylur. Vinsælasta flugan á ballinu var rauður Frances Hexagon, en 25 fiskar veiddust á maðk. Haukadalsá Haukadalsá er ótvírætt einhver vinsælasta laxveiðiáin undir merkjum SVFR. Töluvert var af laxi í ánni sumarið 2023 en aðstæður voru erfiðar og takan í takt við það. Vatnsbúskapur var slæmur og rennsli árinnar fór niður í 0,6 rúmmetra á sek- úndu þegar verst lét og sólardagarnir voru sem flestir. Ákjósanlegt rennsli er á bilinu 5–7 rúmmetrar á sekúndu. Sömu sögu má segja af Þverá í Haukadal, en sjá mátti stórar torfur af laxi ofan við Blóta, sem beið þess að yfirborð árinnar hækkaði svo að hann kæmist upp í Þverá. Kom þetta verulega niður á veiðitölum í Haukadalsá og Þverá eins og gefur að skilja. Þó veidd- ust alls 378 laxar sumarið 2023, sem er svipað og árin tvö á undan. Bjarnarlögn var gjöfulasti hylurinn og rauður Frances sú fluga sem gaf flesta fiska. Eingöngu voru sjö laxar skráðir í veiðibók Þverár, sem er með allra minnsta móti. Óvelkomnir gestir gerðu sig heimakomna í Haukadalsá síðasta sumar. Talsvert af hnúðlaxi kom í ána, en ráðist var í aðgerðir til að fækka honum og draga úr líkum á hrygningu í ánni. Þá fundu norskir kafarar fjóra eldislaxa í Haukadalsá eftir alvarlegt umhverfisslys í Patreksfirði, þar sem mikið af kynþroska laxi slapp úr sjókvíum. Gljúfurá Strax við opnun Gljúfurár var lítið vatn í ánni. Í opnun voru 78 laxar komnir upp fyrir teljara og einn veiddist í litlu vatni. Opnunin varð að því leyti táknræn fyrir næstu vikur veiðitímans og vegna vatns- stöðunnar bunkaðist laxinn upp í efsta gljúfri, þar sem 30 til 40 fiskar lágu fyrir Ár Fjöldi laxa 2023 373 2022 380 2021 447 2020 433 2019 251 2018 641 2017 503 2016 1085 Laxveiði í Haukadalsá Ár Fjöldi laxa 2023 182 2022 261 2021 244 2020 211 2019 156 2018 298 2017 282 2016 197 Laxveiði í Gljúfurá Ár Fjöldi laxa 2023 144 2022 134 2021 170 2020 101 2019 171 2018 374 2017 215 2016 476 Laxveiði í Miðá 92 Skýrsla stjórnar SVFR

x

Veiðimaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Veiðimaðurinn
https://timarit.is/publication/1774

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.