Mímir - 01.05.1972, Page 5

Mímir - 01.05.1972, Page 5
GUÐRÚN SVEINBJARNARDÓTTIR: PAPAR RITGERÐ TIL B.A.-PRÓFS I SAGNFRÆÐI í JANÚAR 1972 Formáli Árið 1974 verða hér hátíðahöld mikil í tilefni 1100 ára byggðar landsins. Óhjákvæmilega kem- ur þá upp í hugann, hversu stutt hin raunveru- lega byggðasaga Islands er. 1100 ár eru ekki langur tími, í rauninni ótrúlega stutmr, er talað er um byggð lands. Margir hafa því freistazt til að álykta, að hér hafi verið menn löngu fyrir komu landnámsmannanna. Á árunum 330—300 f. Kr. fór grískur fræði- maður, Pýþeas frá Massilíu, mikla ferð norður á bóginn. Um ferð þessa ritaði hann bók, sem er raunar ekki til lengur, en margir fræðimenn hafa vitnað í hana. I þessum tilvitnunum rek- umst við fyrst á landsheitið Thule, sem Pýþeas telur vera sex daga siglingu norður frá Bret- landi. Margt virðist benda til, að hér sé um Island að ræða. Ekki eru þó allir sammála um það og fáum við líklega aldrei úr því skorið með fullri vissu. G. J. Marcus telur siglingar hafa verið stund- aðar mjög hjá Keltum á bronsöld, en menning þess tíma var að mörgu Ieyti háð siglingum. Á seinna hluta 6. aldar voru stærstu írsku skinn- bátarnir, sem nefnast „curraghs", nógu sterk- byggðir til að sigla langt út á Atlantshafið.1 Margt er ólíklegra, en að menn hafi hrakizt hingað á leið sinni norður á bóginn og jafnvel setzt hér að um stundarsakir, áður en hinir írsku munkar komu, sem af skráðum heimildum eru fyrstir taldir hafa byggt landið. Þess hafa þó ekki fundizt óyggjandi minjar ennþá. Að vísu hafa fundizt hér 4 rómverskir peningar, en þeir eru hæpin sönnunargögn þess, að Róm- verjar hafi komið hingað. Kristján Eldjárn lýs- ir þremur þeirra í bók sinni „Kuml og haugfé". Ritgerð þessari er ætlað að reyna að varpa ljósi á hina írsku einsetumenn, sem að öllum líkindum voru hér fyrir landnámstíð. Verður að telja frásögn í riti Dicuilusar munks „Liber de Mensura Orbis Terrae" örugga heimild um dvöl þeirra hér. Norðmenn gáfu þeim heitið papar, er þeir rákust á þá á eyjunum norðan við Skotland. Orðið papi er komið af latneska orðinu papa „faðir" (á írsku papa, pupu, pobba).2 Flér verður aðaláherzlan lögð á að kynna menn þessa út frá írskri sögu, varpa Ijósi á lifnaðarhætti þeirra og venjur í heimalandi þeirra, Irlandi. Er því annar kaflinn aðalkafli ritgerðarinnar. Eg var svo lánsöm að eiga þess kost að heimsækja Irland á síðastliðnu sumri. Dvaldi ég þrjár vikur á Irlandi, mest í Dyflini, en ferð- aðist einnig til Donegal-héraðs og Galaway á vesturströndinni. I ritgerðinni eru notuð eftirfarandi íslenzk heiti fyrir erlend fyrirbæri: Birgisey: Birsay Dýrnesborg: Brough of Deerness Gaddgeðill: Goidel eða Gael. Mun þetta orð ið til úr keltnesku, Gall Gáidhil „útlendur írskumælandi maður", og mun haft um nor- ræna írskumælandi menn, er blandazt höfðu og bjuggu í vesturhéruðum Skotlands (sbr. 5

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.