Mímir - 01.05.1972, Side 6
neðanmálsgrein í Orkneyinga sögu, bls.
59-60).
Eyjan helga: Iona
Hrossey: Mainland
Papey hin meiri: Papa-Westray
Hrólfsey: Ronsay
Ulaztír: Ulster.
I. Heimildir um papa
„í þann tíð vas ísland viSi vaxit á miðli fjalls ok
fj<?ru. Þá váru hér menn kristnir, þeir es Norðmenn
kalla papa, en þeir fóru síðan á braut, af því at þeir
vildu eigi vesa hér við heiðna menn, ok létu eptir
bækr írskar ok bj«?llur ok bagla; af því mátti skilja,
at þeir váru menn írskir."3
Þannig farast Ara hinum fróða Þorgilssyni
orð í upphafi Islendingabókar. Ari telur upp
hluti, sem papar létu eftir sig hér. Líklega hef-
ur Ari ekki séð þessa hluti sjálfur, þar sem
ótrúlegt er, að munkarnir hafi skilið þessa dýr-
gripi sína eftir, er þeir flúðu heiðna menn. Marg-
ir landnámsmanna voru ættaðir frá Suðureyjum,
eða komu við þar eða á öðrum eyjum norðan
Skotlands, þar sem papar höfðu aðsemr, og
þekktu því þessa dýrgripi þeirra. Þessu til smðn-
ings er, að Ari nefnir bagla meðal þeirra hluta,
er papar lém eftir sig, en þeir vom einkennis-
tákn ábóta. Olíklegt er, að margir ábótar hafi
komið hingað, ef yfirleitt nokkrir, þar sem við
vitum ekki, hvort hér var nokkurn tíma reglu-
leg munkabyggð. Auðvitað mætti hugsa sér, að
bagall merki hér einfaldlega göngustafur föm-
munka. Hvernig sem þessu er farið, höfum við
ástæðu til að treysta heimildargildi Islendinga-
bókar yfirleitt.
I upphafi Smrlubókar af Landnámabók, sem
samin er af Smrlu Þórðarsyni, einhvern tíma
eftir miðja 13. öld, segir:
„En áðr ísland byggðisk af Nóregi, váru þar þeir
menn, er Norðmenn kalla papa; þeir váru menn
kristnir, ok hyggja menn, at þeir hafi verit vestan
um haf, því at fundusk eptir þeim bækr írskar, bjQll-
ur ok baglar ok enn fleiri hlutir, þeir er þat mátti
skilja, at þeir váru Vestmenn. Enn er ok þess getit á
bókum enskum, at í þann tíma var farit milli land-
anna."4
í Hauksbók Hauks Erlendssonar lögmanns,
sem styðst við Smrlubók og tekur textann oft að
heita má orðrétt upp, er því bætt við, hvar
hlutirnir eftir papa fundust:
„Þat fannsk í Papey austr ok í Papýli."5
Þessu hefur Haukur líklega bætt við sjálfur
og farið eftir munnmælum eða örnefnum. Um
1300 þykir eiga bemr við að vera kominn af
kristnum mönnum en heiðnum. Haukur hefur
viljað gera sem mest úr þætti Ira í sögu okkar
og er það e. t. v. skýringin á viðbót þessari.
Frásagnir Islendingabókar og Landnámu um
papa eru mjög líkar, enda er ekki ólíklegt, að
Ari fróði hafi átt einhvern hlut að frumgerð
Landnámu.6
Taldar eru upp bækur írskar, bjöllur og
baglar, sem hér fundust eftir papa, en að auki
„enn fleiri hlutir". Mætti hugsa sér helga dóma
og bókatöskur úr leðri, sem einkenndu mjög
förumunka. Ovíst er, hverjar þær ensku bækur
voru, sem nefndar em, en líklegast er, að um
rit Beda presta sé að ræða.7 Ekki er heldur ljóst,
á milli hvaða landa var farið. Er það England
eða heimkynni papa á eyjunum norðan Skot-
lands? Virðist seinni tilgátan líklegri.
Til smðnings heimildargildi Islendingabókar,
þar sem rætt er um dvöl papa hér á landi, eru
erlendar heimildir og þá sérstaklega rit Dicui-
lusar munks Um mælingu jarðkringlunnar, „De
Mensura Orbis Terrae", sem hann ritaði árið
825.
Irar voru framarlega í flokki þeirra mörgu
útlendinga, sem störfuðu sem kennarar við
frönsku hirðina. Annars vegar fóm til megin-
landsins írskir fömmunkar og trúboðar, hins
vegar menntamenn, sem flúðu undan víkingum
um 800 og gerðust kennarar. Dicuilus virðist
hafa farið til Frankalands á 8. öld, þó ekki sé
nákvæmlega vitað, hvenær hann lifði. Virðist
tíminn benda til þess, að hann hafi búið á ein-
hverri af eyjunum vestur og norður af Skotlandi,
þangað sem víkingar komu fyrst, en þeir hófu
árásir sínar á írsk klausmr 795. Það kemur fram
6