Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 8
Næst í ritinu kemur eftirfarandi kafli:
,,Margar aðrar eyjar eru í hafinu norður af Bret-
landi og er til þeirra tveggja sólarhringa bein sigling
frá eyjunum undan norðurströnd Bretlands, ef byr er
hagstæður. Prestur nokkur sagði mér, að hann hefði
komizt til einnar þeirra um sumar á tveimur dögum
og einni nóttu, á tveggja þófta báti. Þarna eru nokkr-
ar smáar eyjar og milli nærri allra þeirra eru mjó
sund; á þessum eyjum hafa einsetumenn, sem sigldu
frá landi okkar, írlandi, búið í næstum hundrað ár.
En eins og þessar eyjar voru frá upphafi alltaf auðar,
eru þær nú vegna norrænna víkinga óbyggðar ein-
setumönnum og fullar af sauðfé og fjölmörgum teg-
undum sjávarfugla. Aldrei hef ég séð minnzt á þess-
ar eyjar í heimildarritum." 1a
Þessar litlu eyjar gætu af lýsingunni verið
Færeyjar, og eyjarnar undan norðurströnd Bret-
lands Orkneyjar. Er líklegt, að Norðmenn hafi
gefið Færeyjum þetta nafn vegna þess aragrúa
af sauðfé, sem þar var. Auk þess voru fyrir
skömmu færðar sönnur fyrir því með frærann-
sóknum, að í Færeyjum hafi verið byggð um
600—650 e. Kr., þ. e. löngu áður en Norð-
menn komu þangað. Einnig hafa þar fundizt
legsteinar með krossum á.13 Þetta styrkir frá-
sögn Dicuilusar og um leið líkurnar á komu
einsetumanna til Islands. Auk þess eru þeir
komnir hálfa leið til landsins, er Færeyjum er
náð.
Til eru fjölmargar sagnir af ferðum írskra
dýrlinga til fjarlægra landa, sem nefnd eru
ýmsum nöfnum, svo sem: Fyrirheitna landið,
Land lifandi manna, Æskulandið o. s. frv. Held-
ur eru þetta ævintýralegar frásagnir og lítt
treystandi sem heimildum. Voru þessar sögur
nefndar „imrama". Frægust er frásögnin um
heilagan Brendan, sem var uppi um miðja 6.
öld. Hefur hún verið þýdd á margar mngur,
m. a. norrænu. Hér verða tilfærðar tvær frá-
sagnir úr ferð Brendans. A einum stað er lýst
eyju, sem hann kom til ásamt félögum sínum:
„Eftir 40 daga, þegar þrotin voru matvæli þeirra
og ekki var hjálpar von frá öðmm en guði, reis úr
hafi í norðurátt eyja hálend og klettótt. Þegar þeir
komu nær landi, sáu þeir, að ströndin var sæbrött og
há, en af fjöllum ofan mnnu margir lækir."
Á öðrum stað segir svo:
„Eftir þetta birtist þeim í norðri mikið fjall í út-
hafinu, og var þoka og reykur um efsta tind þess.
Skip þeirra rak hvassviðri að óvilja þeirra að strönd-
inni. Þessi eyja var svo há, að þeir sáu varla tind
fjallsins; það var bratt eins og veggur og logar léku
um toppinn."
Síðan er frá því sagt, að einn bræðranna
sté á land og tóku púkar hann, en vindur bar
skipið burt:
„Er þeir litu aftur til eyjarinnar, þvarr reykurinn í
f jallinu, en logarnir stigu til himins, og drógust síðan
að fjallinu aftur, þannig að gjörvallt fjallið niður að
sjó var eins og logandi viðarköstur að sjá."i4
Náttúrulýsing þessi virðist vera raunveruleg.
Enginn vafi er á því, að hér er verið að lýsa
eldgosi, og sé lýsingin ekki tekin úr bókum,
er mjög líklegt, að Brendan hafi komið til Is-
lands og orðið þar vitni að eldgosi.
Adomnan var 9. ábótinn í Iona. Hann fædd-
ist um 628 og dó 704. Hann skrifaði ævisögu
Kolumkilla, og eru í henni merkilegar frásagnir
af ferðum írskra munka. Þar segir frá þremur
ferðum munksins Kormaks (Cormac ua Liatha-
in), sem var samtíðarmaður Kolumkilla. Var
hann að reyna að finna eyðieyju í hafinu, en
fann þó aldrei. Að hann fer þrjár ferðir og
gefst ekki upp, bendir þó til þess, að hann hafi
haft ákveðnar sagnir af einhverju landi eða
eyju norðan Orkneyja. Adomnan segir frá ferð-
um þessum til að gera mikið úr spádómsgáfu
Kolumkilla í sambandi við þær, svo að ekki er
að vita, hversu mikið sannleiksgildi þær hafa,
en þær virðast þó nokkuð sennilegar. Sést af
frásögninni, að Kormakur kom til Orkneyja á
ferðum sínum, og virðist hafa verið nokkuð <
kvíðvænlegt að rekast þangað. Þar bjuggu þá
Péttar, sem voru heiðnir. Hann hefur því ætlað
sér lengra, og getur þá verið um Færeyjar eða
Island að ræða. Færeyjar voru einsetumönnum
kunnar á dögum Adomnans, og settust þeir
þar að. Adomnan segir á öðram stað frá ferð
8