Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 11
Rómarkirkjunni. Tíðagerð var ólík og líklega
einnig mismunandi eftir kirkjum. Annars er
lítið vitað um keltneska tíðagerð yfirleitt. Eina
keltneska messugerðarbókin, sem til er, er hin
svonefnda „Missal of Stowe", en í henni gætir
áhrifa frá Rómarkirkjunni.
A 6. öld hvarf kirkjuskipan heilags Patreks.
Biskupar hætm að hafa stjórnunarvaldið, og í
lok 6. aldar var kirkjan orðin klaustrakirkja.
Kristnin hafði breiðzt hratt út og klausmr verið
stofnuð um allt land. Þau urðu nú mikilvægusm
einingar kirkjunnar, með ábótann sem yfir-
mann. Hann var oft einungis prestur, en gat
einnig verið biskup. Ef svo var ekki, bjó biskup-
inn 'í klaustrinu, valdalaus og undirgefinn ábót-
anum. Engir voru erkibiskuparnir, og páfakirkj-
an hafði ekkert vald yfir keltnesku kirkjunni.
Það mætti því segja, að ekkert hafi staðið milli
ábótans og Guðs. Við ábótaval hafði fjölskylda
stofnanda klausmrsins forgangsrétt. Ábótar vom
giftir, og var klaustrið svo að segja í eigu fjöl-
skyldunnar. Keltnesk sérkenni voru, að því er
virðist, aðallega fólgin í krúnurakstri munka,
páskareikningi og skírn.
Krúnurakstur þennan hafði heilagur Patrek-
ur innleitt. Var hann kenndur við heilagan
Jóhannes og Keltum mjög kær, en átti eftir
að valda miklum deilum innan kirkjunnar. I
Orkneyingasögu stendur þessi vísa eftir Rögn-
vald jarl kala, ort um 1137:
Ég hef séð sextán (kon-
ux), kollóttar með topp í
enni, ganga allar í senn
saman. Vér bárum það
vitni, að hér vestra séu
flestar kollóttar meyjar
(þ. e. að hvergi séu fleiri
munkar en hér); sú ey
(Papey hin meiri) liggur
mjög áveðurs.18
Hér munu „kollóttar meyjar" merkja munk-
ar kollóttir með topp í enni. Magnús Már
Lámsson telur hér átt við fyrrnefndan krúnu-
raksmr. Einnig má benda á lýsingu í Hákonar
sögu Hákonarsonar af heilögrun Kolumba, er
Sextan hefik sénar
senn ok topp í enni
jarðar elli firrðar
ormvangs saman ganga.
Þat börum vér vitni,
vestr at hér sé flestar,
sjá liggr út við élum
ey, kollóttar meyjar.
hann ásamt Ólafi helga og Magnúsi jarli birtist
Alexander Skotakonungi í draumi til að koma
í veg fyrir, að hann legði undir sig Suðureyjar.
Segir svo um heilagan Kolumba: „ — enn
þridi var myklu mestr vexti ok allra þeirra
ofrynligaztr. sa var miok framsnodmn'’.1Q
Uppi eru tvær tilgámr um þennan raksmrs-
hátt: 1) Framan við línu, sem dregin er þvert
yfir hvirfilinn milli eyrna, var höfuðið nauð-
rakað, en aftan hennar var hárið látið vaxa.
2) Hárið var sítt í hnakkanum, en framhluti
höfuðsins þó ekki sléttskafinn. Þykir seinni til-
gátan sennilegri.20
Oft var reynt að fá írska munka til að taka
upp rómanska hárskurðarlagið, sem kennt var
við heilagan Pétur, en þá var einungis rakaður
hringur af bláhnakkanum. Þetta tókst að lok-
um, og varð klaustrið á Eynni helgu síðast til
að taka þetta upp.
Helzm minjar um keltnesku kirkjuna em
klausturstaðir, kirkjur og legsteinar.
4.
I keltnesku munklífi var alla tíð lögð mikil
áherzla á lærdóm og mennmn. Var uppskrift
handrita mikilvægur þátmr í klausmrstarfinu,
auk þess sem munkar veitm kennslu, aðallega
í latneskum fræðum. Komu nemendur oft langt
að og byggðu sér kofa í nágrenni klaustranna.
I annan stað var írska klausturhreyfingin trú-
boðshreyfing. Munkarnir vom ekki bundnir
klaustrinu til lífstíðar. Þeir gám, ef þeir vildu,
farið og starfað meðal fólksins eða gerzt ein-
setumenn um smndarsakir. Mun vikið að þessu
atriði síðar. Blómaskeið írsks klausturlifnaðar
var 6. öldin. Eftir það hrakaði honum, reyndar
hægar en á meginlandinu. Trúboðar höfðu aldrei
þegið neitt fyrir starf sitt; þar hafði trúaráhug-
inn setið í fyrirrúmi. Nú tóku þeir að meta
veraldleg gæði meira, heimta lönd og kirkjur
til handa klaustrum sínum. I annálum frá 8.
öld er í fyrsta sinni minnzt á styrjöld milli
klaustra, sem stafaði af landadeilu. Gegn þess-
ari hnignun birtist á seinna hluta 8. aldar ný
regla meinlætamanna, og má kalla þetta n. k.
11