Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 14

Mímir - 01.05.1972, Qupperneq 14
ur, tekur við flatlendi um 100 m langt og 70 m breitt. Hjá gilinu er hálfsokkinn grjótveggur, sem að öllum líkindum mun ekki hafa verið varnarveggur, heldur táknræns eðlis. I öðrum átmm blasir einungis við haf og himinn. Ekki hefur verið grafið upp þarna, en þó er nokkuð Ijóst, hvernig háttað hefur til. Mest ber á kirkjurústum á miðju svæðinu. Hefur kirkjan verið ferhyrnd, 5bó m löng og 3 m breið að innanmáli. Dyr eru á miðjum vesturvegg, og sér móta fyrir glugga á ausmr- veggnum, en þetta er sammerkt flesmm kirkj- um frá þessum tíma. Hún er líklega ekki yngri en frá 8. öld, en gæti jafnvel verið byggð fyrir 700. Þó er óvíst um aldur steinkirkna yfirleitt og skiptar skoðanir um það. Skipulagslaust umhverfis kirkjunna eru grasi- vaxnar tóftir ferhyrndra kofa af ýmsum stærð- um, og er það óvanalegt, þar sem slíkir kofar vora yfirleitt hringlaga. Munu þetta hafa verið kofar munkanna og hinir stærsm tii sameigin- legra afnota, svo sem bókasafn, gestahús, korn- þurrkunarhús o. s. frv. Þarna eru þó einnig tóftir lítilla hringlaga kofa. Klausmrstað þenn- an má bera saman við keltneska klaustrið í Tintagel á Cornwall, sem vitað er, að var í notkun á 5.—8. öld. Dýrnesborgar er hvergi getið í miðaldarheimildum, en með fornleifa- uppgreftri mætti sjálfsagt komast að því, hve lengi þarna var klaustur.23 Bezt varðveitta írska klaustrið stendur á klett- óttri eyju undan Kerry-ströndinni á SV-Irlandi. Er það klaustrið á Skellig Michael. Orðið Sceil- lec merkir klettur og er sérstaklega notað um hengiflug. Seinna orðið vísar til heilags Mikaels. Reyndar mætti fremur nefna eyju þessa stórt sker, því að úr lofti að sjá líkist hún mest skeri og virðist alls ekki uppgöngufær. Þarna var klaustur þegar á 8. öld, en ekki er vitað, hve- nær það var stofnað, líklega þó á 6. eða 7. öld. I Píslarvottasögu klaustursins í Tallaght, sem rituð er í lok 8. aldar, er getið um einn munka klaustursins. Auk þess er minnzt á klaustrið í annálum, fyrst árið 823, er sagt er frá árás á það, og má ætla, að þar hafi verið klaustur eitthvað fyrir þann tíma. Þetta tvennt sannar tilvist klausmrsins á 8. öld. Mynd 2: Uppdráttur af Skellig Michael. 14

x

Mímir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.