Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 15

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 15
Klaustrið stendur uppi undir hæsta fjallstind- inum á stærri eyjunni, en jþær eru tvær, og eru brött steinþrep eina uppgönguleiðin. Þarna standa enn 6 hring- og býkúpulaga kofar, nokk- uð stórir. Er steinunum hlaðið í hring innar og innar, þar til hringnum er lokað með stein- hellu. A þennan hátt myndast hvelfing. Mitt á meðal kofanna stendur kirkja, sem hefur lögun báts á hvolfi. Onnur minni kirkja stend- ur þar skammt frá. Allar eru byggingar þessar hlaðnar úr steini, enda var það eina byggingar- efnið á þessum slóðum. Mikið er um kross- myndir, höggnar í hellur, og úthöggna krossa. Eina skrautið eru hvítir kvarztkrossar yfir dyr- um nokkurra bygginganna og nokkrar mynd- skreyttar hellur í kirkjugarði. Munkabyggð þessi læmr ekki mikið yfir sér; það er sem kofarnir hangi utan í fjallshlíðinni. Gróður er ekki mikill, en nægir þó líklega til svolítillar garðræktar. Einnig geta geitur hafzt þar við, og virðast munkar fremur hafa flutt þær með sér en sauðfé, er þeir leituðu sér ein- veru. Að sjálfsögðu er þarna nóg af fiski og fugli. Þessi eyðilegi staður sýnir vel, hvað það var, sem munkarnir sóttust eftir. Leifar álíka munkabyggða hafa fundizt víða, þó engar jafn vel varðveittar og þessi, aðallega á eyjunum undan vesmrströnd Irlands, en einnig á eyjum nálægt Skotlandi.24 Legsteinar teljast til þeirra minja, sem til em um keltnesku kirkjuna. Eru þeir tvenns konar á eyjunum undan ströndum Skotlands. Annars vegar steinar með péttneskum táknum, hinir svonefndu táknmyndasteinar, hins vegar steinar með krossmyndum og öðmm keltnesk- um myndum. Mikið er um táknmyndasteina á SA-Skotlandi. Eru þeir að einkenni til péttnesk- ir, og segir útbreiðsla þeirra nákvæmlega til um landamæri Péttlands. Steinar þessir eru að öllum líkindum legsteinar, en menn em ekki sammála um það, hvað táknin og myndirnar eigi að merkja. Krossmyndasteinar finnast í svo til hverju klaustri frá fyrsm tíð, aðeins misjafnlega margir Mynd 3: Kofi á Skellig Michael. (mynd: F. Henry). og misjafnir að gerð. Stendur ávallt einn eða fleiri við kirkjuna, oftast á leiði fyrsta einsetu- mannsins þar eða stofnenda klaustursins. Flest- ar þær tegundir krossa, sem fundizt hafa á Ir- landi, eru hinar sömu og annars staðar í kristni á þessum tíma. Eru þetta áhrif frá Gallíu, Italíu og Austurlöndum nær. Munkarnir höfðu lítið samneyti. Bjó hver í sínum kofa, og hittust þeir aðeins á ákveðnum tímum í kirkju eða í matsalnum. Helzt var nærzt á brauði, eggjum, fiski, grænmeti og mjólk, en kjöt hefur sjálfsagt verið á boðstól- um á tyllidögum. Munkarnir klæddust kufli með hettu úr grófri ólitaðri ull og undir hon- um hvítum kyrtli. Við vinnu og á ferðalögum höfðu þeir sandala á fótum. Mestu dýrgripir munkanna voru bjöllur, bagl- ar og bækur, og fylgdu gripir þessir þeim, hvert sem þeir fóm. Em mörg dæmi um gerð- ir hluta þessara á steinum, sem á eru höggnar myndir af munkum. Elzm írsku bjöllurnar eru litlar handbjöllur, gerðar úr járni. Upprana þeirra má rekja til rómversku borðbjöllunnar. Vom þær ferhyrndar að lögun, eins og kirkju- legar bókmenntir bera vott um, auk þess sem bjöllur af þessari gerð hafa varðveitzt til þessa dags. Ef bjöllurnar em myndskreyttar, eru þær 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.