Mímir - 01.05.1972, Page 19
Á íslandi eru þessi örnefni:
Papey, sem getið er í Hauksbók Landnámu.
Síðari tíma örnefni á henni eru Irski-hóll og
Papatættur.
Papafjörður (sbr. Papaós á síðari öldum). Um
tættur út með firðinum segja munnmæli, að þar
hafi papar verið, þótt ekkert sé þar örnefnið.
Ekki koma menn sér saman um staðinn, og
vilja sumir nefna Papatættur, aðrir Papýli.
Papýli (Papbýli), sem getið er á tveimur
stöðum í Hauksbók Landnámu. Hefur ekki enn
fengizt úr því skorið, hvar það getur hafa verið,
þrátt fyrir mikil heilabrot.
Um Papýli segir svo í Landnámu:
„Ulfr enn vQrski keypti land at Hrollaugi suðr frá
Heinabergsá til Heggsgerðismúla ok bjó at Skálafelli
fyrstr manna; frá honum eru VQrsar komnir. Síðan
færði Úlfr bú sitt í Pappýli ok bjó á Breiðabólstað,
ok er þar haugr hans ok svá Þorgeirshaugr. Þorgeirr
var sonr V<?rsa-Úlfs, er bjó at Hofi í Pappýli."33
Aðallega hefur verið reynt að styðjast við
bæjarnöfnin Hof og Breiðabólsstað í ágizkunum
um Papýli. Helztu kenningar telja það hafa verið
á Síðu eða í Suðursveit, eða nánar tiltekið í Fells-
hverfi í Suðursveit (sbr. Ausmrland, Safn aust-
firzkra fræða II, bls. 7—15). Nýjasta kenningin
hafnar alveg Suðursveit og telur Síðu ólíklega.
Kemst greinarhöfundur einna næst því, að Papýli
hafi verið í Oræfum.34
Papi er örnefni, sem kemur fyrir í Forn-
bréfasafni árið 1355, og er heiti á hyl í Dölum.
Papafett er í Hrútafirði. Á seinni tímum hafa
sjómenn farið að tala um Papabanka hjá eynni
Foula í Hjaltlandseyjum.
Að auki eru hér á landi mörg örnefni, sem
virðast kennd við Ira, eins og Irafell, Irafoss,
íragerði, írahóll, írskihóll o. fl. Ólíklegt er, að
öll þessi örnefni séu kennd við Ira, þó að
margir írskir menn hafi verið meðal landnáms-
manna, enda munu sum þeirra talin vera frá
15. öld. Foss í Sogi er ýmist nefndur Irafoss
eða Yrufoss. Telur Þórhallur Vilmundarson
þetta dregið af ýra „úði". Mörg papa-örnefni
telur hann einnig dregin af einhverju því í
náttúrunni, sem minnt gæti á menn. Þannig
eru t. d. í fjöllunum uppi af Papafirði sérkenni-
legir klettar, sem gætu minnt á menn. Allt eru
þetta þó aðeins tilgámr.
Að lokum mun hér vitnað í hina og þessa
kafla Landnámu, sem segja frá pöpum, kristni
og kristnum mönnum. Um Kirkjubæ á Síðu
segir í Sturlubók Landnámu:
„Maðr hét Ketill enn fíflski, son Jórannar man-
vitsbrekku, dóttur Ketils flatnefs; hann fór af Suðr-
eyjum til Islands; (hann) var kristinn; hann nam
land milli Geirlandsár ok Fjarðarár fyrir ofan Ný-
koma. Ketill bjó í Kirkjubæ; þar hefðu áðr setit
papar, ok eigi máttu þar heiðnir menn búa." Síðan
segir frá tilraun Hildis Eysteinssonar, sem var heið-
inn, til að setjast að á Kirkjubæ að Katli látnum, en
hann vildi eigi trúa því, að þar mættu aðeins kristnir
menn búa.35
Um landnám og nafngift Patreksfjarðar segir
í Sturlubók:
„0rlygr hét son Hrapps Bjarnarsonar bunu; hann
var at fóstri með enum (helga) Patreki byskupi í
Suðreyjum. (Hann) fýstisk at fara til Islands ok bað,
at byskup sæi um með honum. Byskup lét hann hafa
með sér kirkjuvið ok járnklukku ok plenárium ok
mold vígða, er hann skyldi leggja undir hornstafina.
Byskup bað hann þar land nema, er hann sæi fjQll
tvau af hafi, ok byggja undir enu syðra fjallinu, ok
skyldi dalr í hvárutveggja fjallinu; hann skyldi þar
taka sér bústað ok láta þar kirkju gera ok eigna enum
helga Kolumba."36
Biskupinn virðist hafa verið vel kunnugur
staðhátmm á Islandi. Orlygur setti bú á Esju-
bergi á Kjalarnesi í Kjós og reisti þar kirkju,
sem hann helgaði heilögum Kolumba eða Kol-
umkilla. En þetta virðist ekki hafa verið eina
kirkjan hér á landi, sem helguð var þessum
írska trúboða og dýrlingi. Sagan af Ásólfi alskik
minnir mjög á írska einsetumenn. Hann kom
frá Irlandi, var kristinn vel, og fóru þeir 12
saman. Hvar sem hann fór, fylltust árnar af
fiski. Irskir einsetumenn virðast hafa verið fiski-
sælir mjög, sérstaklega ef um lax var að ræða.
Þannig segir Adomnan ábóti í ævisögu Kolum-
killa frá fengsæld hans í laxá nokkurri, sem
19