Mímir - 01.05.1972, Síða 27

Mímir - 01.05.1972, Síða 27
„Já." „Þetta grunaði mig og því fór ég ekki — — mér leiðist að sitja undir mönnum í kirkj- unni.” „Þú ert víst heldur ekki vanur við það nú í seinni tíð." Þórarinn setti bollann á borðið."1 Þetta samtal, sem þrjár persónur sögunnar taka þátt í, veldur ekki misskilningi; tveir mælendanna eru kynntir með athöfnum sínum, en Sigríður var sú eina, sem gat svarað til um kirkjusókn. Um slíka tækni segir S. M. Kristen- sen: „Man má ogsá kunne se personerne i deres bevægelser, deres mimik og gestus. Det sker i det skrevne drama gennem de parentetiske regiebemærkninger, og pá ganske samme máde i den impressionistiske prosa.. ."2 einnig: „... sá der fremkommer en stærkt illuderende blanding af personens ord og opförsel."3 Annað dæmi um djarfa samtalstækni Þorgils er eftirfarandi, er lesandinn veit, að fjórar persón- ur eru á sviðinu: „ „Eg ætla að biðja þig að kaupa og ljá mér síðan einar tvær bækur." „Hvaða bækur eru það?" „ „Giftas" eftir Strindberg og „De Moderne Samfundslögne" eftir Nordau.. „Jú ég skal hugsa til... ?" „Því ekki það — og koma þeim... — Skaði, að ég var ekki barnakennari." „Skárri hefði það nú verið kennarinn, og sú aðsókn!" „Á, heldurðu það Rænka..." "4 Lesandinn veit, hver talar hverju sinni af fyrri kynningu persónanna. Slík samtöl minna mjög á leikbókmenntir, og má hugsa sér, að Þorgils hafi eitthvað lært af þeim, en líklegra er þó, að hann hafi þessa samtalstækni frá skáldsagnahöfundum samtímans, einkum Björn- stjerne Björnson, og er þetta í fullu samræmi við tímann. Um aukna þýðingu samtalstækninnar í raun- sæisbókmenntunum segir Sven Möller Kristen- sen: „Som det er antydet i indledningen, taber beretningen — den episke genres primære kendetegn — sit store omráde, til fordel for en halvdramatisk form med dialog og sce- neri.. ,"5 Þorgils leitast einnig við að gera orðræður persóna sinna sem sannastar og líkastar raun- veruleikanum, og í þeim tilgangi sýnir hann í stíl sínum öll hljóð; andvörp, fyrirlitningu og slíkt, en auk þess öll hlé, sem verða í orðræð- unni. Dæmi um slíkt er eftirfarandi: „ „Tapa virðingunni, pytt — ég er held ég fullboðlegur handa þeim sauðskepnunum í daln- um þínum —■ — ætli þeir hafi vanist betra. -----Það er ég sem strita fyrir þá á hverjum sunnudegi..." "6 Annað dæmi um þetta: „ „É-g r-a-t-a h-e-i-m." „Farðu ekki . . Það kemur stórhríð og nótt." „Ég er viss og Frosti þó vissari og færið so"... „Ó! f-a-r-ð’ e-k-k-i." "7 Willy Dahl segir í bók sinni, Stil og strukmr, um þetta fyrirbæri og tengir það umræðum um Björnstjerne Björnson: „... og derfor har Björn- son ikke bruk for dialektinnslag. . Man kan imidlertid finne en annen form for realisme, en syntaktisk — typografisk effekt som kan kalles skilletegn — realisme og som er ment á skulle registrere talens pauser, nöling, avbrudd og usammenhengende periodebygning — samm- en med gestus og mimik."8 Erfitt er að tengja þetta áhrifum frá einu skáldi öðru fremur. Gesmr Pálsson notfærir sér þessa tækni og einnig Norðurlandahöfundarnir. Hins vegar sýnir þetta, hversu námfús Þorgils hefur verið á hina nýju tækni samtímans. Rétt er að geta þess, að fyrirlitningartáknið — pytt —, sem Þorgils notar, fann ég dæmi 1 Gamalt og nýtt, bls. 39—40. 2 Sven M. Kristensen, Impressionismen i dansk prosa 1870—1900, bls. 32. 3 Sama og 2. 4 Gamalt og nýtt, bls. 48—-49. 5 Sven M. Kristensen, Impressionsmen i dansk prosa 1870—1900, bls. 30. 6 Gamalt og nýtt, bls. 38. t Gamalt og nýtt, bls. 78. 8 Willy Dahl, Stil og struktur, bls. 102. 27

x

Mímir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.