Mímir - 01.05.1972, Side 28

Mímir - 01.05.1972, Side 28
um bæði hjá Björnstjerne Björnson í Pá guds veje og hjá Amalie Skram í Constance Ring. Auk hinna löngu samtala vekur athygli, hversu tamt Þorgils er að nota eintal sálarinnar (indre monolog) en það stílbragð hafði mjög aukið sér fylgi í bókmennmm Norðurlanda á seinni hluta 19. aldarinnar og varð algengt í norskum bókmennmm á ámnum 1880—’90. Menn eru ekki á eitt sáttir um skilgreiningu á eintali sálarinnar, og vilja sumir einskorða það við 1. persónu. Staffan Björck telur það of þröngt og tengir það einnig 3■ persónu. Þorgils notar eintal sálarinnar í 1. pers.: „ „Ljómandi las Þórarinn vel söguna — bara hann hefði ekki farið með hana — annars hefði ég lokið við hana í nótt." '<:l og „ „Ég elska hann ekki heldur,--------ekki eins og ég finn að ég get elskað, — — ég var barn, — — barn, 19 ára,------samt var ég það, — ekkert barn lengur, — — getur allt lagast? — — Astin, hún kemur líklega ekki." "2 Einnig notar Þorgils eintal sálarinnar í 3. pers.: „— Við þetta var ekki verandi. Hvað átti hún að gera? Búa við þetta. Það var lifandi dauði. Fara heim til föður síns? — Omögulegt. •— Fara. — Hvert átti hún að fara? — Og barnið, — blessað aumingja barnið. — Allt umtalið, ef hún skildi við prestinn.. ,"3 Notkun eintals sálarinnar veldur því, að höf- undur hverfur í skugga persónanna, en lesand- inn nálgast verkið milliliðalaust. Aður hafði hugsunum persónanna verið lýst í beinni og óbeinni ræðu. Fyrir daga raunsæisstefnunnar var algengt, að höfundur stæði í mjög nánu sambandi við les- andann og talaði einatt í 1. pers. við hann og gæfi skýringar á ýmsu, sem fram kom í verk- inu. Þetta breytist með raunsæisbókmenntunum. Það fyrsta, sem hverfur, er eintal höfundar við lesandann, en eftir sem áður stendur hann ein- att utan við söguna og gefur skýringar og at- hugasemdir, og er það e. t. v. vegna eðlis stefn- unnar. Á þessu stigi þróunarinnar er sagan Gamalt og nýtt. Höfundur talar ekki í 1. pers. við les- andann, en samt er nálægð hans augljós sem stýranda sögunnar, t. d. segir hann á einum stað: „Aður var sagt, að það væru liðin tvö ár hjónabandsins . ,"4 Víða gefur hann einnig skýringar og athugasemdir frá eigin brjósti — er sem hann missi sjónar af verkinu og renni út úr því. Eftirtektarvert er það, að þetta verður einkum, er höfundur vill koma ádeilu sinni á framfæri: „Hann hafði ótakmarkað lánstraust; því fyrst er nú það, að prestum verður vana- lega vel til með lán.. ,"5 einnig: „Hann var álitinn besti prestur, og þó hann tæki sér í staupinu við öll tækifæri, þá loðir sá breiskleiki oft við þessa góðu presta; mýmargir álíta líka, að það eigi að umbera þeim meira en öðrum mönnum.. "6 Upphaf sögunnar sýnir einnig vel, hversu Þorgils er nátengdur raunsæisstefnunni. Sú tækni að hefja sögur, sem hefur verið kölluð „In medias res" var mjög algeng í bókmenntum þess tíma. Höfundur leiðir lesandann beint inn í atburðarásina, oft samtöl, en síðar meir er venjulega litið til baka til að sjá aðdraganda atburðarásarinnar. Þannig hefst Gamalt og nýtt — á brúðkaupi þeirra Sigríðar og Guðna — á ræðu prestsins, en síðar skýrir höfundur frá aðdragandanum. Þorgils virðist mér nota náttúrulýsingar á sama hátt og Björnstjerne Björnson, sem skrif- ar 1857: „ „Naturen har da intet andet Sprog end det Mennesket giver den, (og) kan fölgelig heller ikke som gjengivet opfattes uden gjennem et Medium. Dette Medium er de Menneskers iStemning og Forhold, som netop er paa Scenen." "7 I Gamalt og nýtt er þessi náttúmlýsing: „Séra Guðni og Þórarinn urðu samferða úr 1 Gamalt og nýtt, bls. 46. 2 Gamalt og nýtt, bls. 33. 3 Gamalt og nýtt, bls. 60. 4 Gamalt og nýtt, bls. 37. 5 Gamalt og nýtt, bls. 27. 6 Gamalt og nýtt, bls. 28. 7 Willy Dahl, Stil og struktur, bls. 63.

x

Mímir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.