Mímir - 01.05.1972, Page 32

Mímir - 01.05.1972, Page 32
Constance Ring: „Efter Maaltidet læste hun i „Fromont jeune et Risler ainé" Det var bare den sidste Kapitel, hun havde tilbage. Den stakkels Rislers gyselige Endeligt rystede hende en del"8 enn fremur: „„Har du nylig været i Teatret" spurte Constance for at sige noget. „Nej — jo ■— hvad siger jeg — jeg saa jo „Fallitten" forleden... Det er frygteligt der, hvor Familien faar vide, at de i Grunden er tig- gefærdige" vedblev hun."9 Þannig notar A. Skram bækur á sama hátt og Þorgils — geng- ur út frá því, að efni þeirra sé lesandanum kunnugt. Þess má geta, að Gestur Pálsson gat dönsku og norsku skáldanna, einnig segir hann í „Vor- draumur" um Onnu: „... en nú situr hún hérna á næsta bæ, skemmtir sér við að fara vel með skepnurnar sínar og lesa þýzkar og enskar bækur.. ,"10 Af þessu sést, að Þorgils er ekki brautryðj- andi í þessu, þótt hann gangi e. t. v. lengra en margir aðrir. Þórarinn á fætur og augu þeirra Sigríðar mæt- ast, og dreyrroðnar Þórarinn. Þorgils er ekkert einsdæmi með að tala um bækur, lestur þeirra og höfunda í verkum sín- um. Þetta gerir Strindberg iðulega t. d. í Giftas: „Att flickan slipper (liksom gossen) lása sá mycket om det förflutna, men tvingas til at tage kánnedom om det nuvarande sam- hállsskicket.. ."1 Um lestur kvenna segir J. S. Mill í Kvindernes Underkuelse, sem Menntafé- lagið í Mývatnssveit átti, að hann skapi glund- roða í þjóðfélaginu, hvað þá heldur er konur skrifa. Sr. Guðni hefur einnig sitt að segja um slíkt brölt konunnar: „Hafði heldur aldrei van- ist því af málvinum sínum, að þær væru að rannsaka trú og mannfélagsskipun, venjur og kreddur ... séra Guðni hafði enga trú á kvenn- fólkinu í því tilliti.. ,"2 Þetta kemur á eftir því, er sagt var frá lestri Sigríðar. Kielland segir í einni sögu sinni (novellette) „Erotik og Idil": „Hun havde læst mange alvorlige Böger om Kvindens Pligter."3 Hér vegur Kielland á líkan hátt og Þorgils að ósönnum bókum. í „Slaget ved Waterloo" les söguhetjan „en Roman af den nyere tyske Literatur"4 á sama hátt og Sigríður les norsku skáldin. Þetta er einnig algengt hjá Björnson, t. d. í Magnhild: „En kvæll sat de samlet om bordet, præsten hadde git efter for deres bönner, og læste just höjt av „Pickwickklubben"."5 I „Constance Ring" eftir norsku skáldkonuna Amalie Skam eru e. t. v. bókmenntaumræðurnar líkastar því, sem þær eru í „Gamalt og nýtt": „Straks efter sad han ved siden af hende i Lænestolen. Han trak en Bog op af Lommen, og foreslog hende at læse höjt af den, det var Kiellands Novel- letter, som netop var udkommet... líkt og þeg- ar Þórarinn les fyrir Sigríði... Da han var færdig med Læsningen begyndte de at dröfte Indholdet, og saa kom de til at tale om Kjærlig- hed. „Det lader ikke til at Kielland har synde- lige Respekt for den Fölelse" sa Constance, „han rigtig haaner den —"6 Þetta minnir á: „— Það er einkennilegur höfundur Strindberg, og lítill vinur ykkar stúlknanna.. ,"7 einnig í Kennarinn og lcerisveinninn — Gestur Pálsson og Þorgils gjattandi. Margt þarf að hafa í huga, er verk tveggja höfunda eru borin saman, og sjaldan er hægt að benda á annað en hugsanleg áhrif eins skálds á annað. Jafnvel þótt Gamalt og nýtt minni lítt á sögur Gests Pálssonar, hvað við kemur list og anda, er þess að geta, að Gestur samdi aldrei svo langa sögu. Hinar þrjár sögurnar í Ofan úr sveitum eru mjög líkar sögum Gests, og 1 August Strindberg, Giftas, bls. 22. 2 Gamalt og nýtt, bls. 36. 3 Alexander Kielland, Novelletter, bls. 44. 4 Alexander Kielland, Novelletter, bls. 151. 5 Björnstjerne Björnson, Magnhild, bls. 302, 6 Amalie Skram, Constance Ring, bls. '66. 1 Gamalt og nýtt, bls. 73. 8 Amalie Skram, Constance Ring, bls. 144. 9 Amalie Skram, Constance Ring, bls. 159. 1° Gestur Pálsson, Ritsafn I, bls. 154. 32

x

Mímir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.