Mímir - 01.05.1972, Page 33
skoðun mín er sú, að Þorgils hafi lært af Gesti,
öðrum höfundum fremur, að skrifa sögur.
Heimildir benda til, að Þorgils hafi dáð
Gest sem rithöfund. Hann segir t. d. í „Ljóða-
laun og skáldastyrkir": „Það eru víst ekki fá
dæmi þess, að skáld, sem standa á líku þroska-
stigi og Gestur Pálsson, hafi átt við sult og
nekt og kulda að búa.. .',:l Það kemur einnig
fram hjá Sigfúsi Jónssyni og Sigríði Jónsdóttur,
hversu Þorgils var hrifinn af Hans Vögg og
Skjóna Gests.
Adeiluefni þeirra eru að mesm hin sömu,
þótt Gestur komi sínu að jafnaði fram á list-
rænni hátt. Báðir ráðast þeir fyrst og fremst
á hræsnina og lygina í samfélaginu, einnig
slúðrið. Báðir lýsa þeir illri meðferð smælingj-
anna og dýranna, einnig ást í meinum, þótt
Þorgils komi þar meir við sögu. Persónur beggja
eða týpur era einatt líkar: Sigríður í Gamalt
og nýtt á margt sameiginlegt með Onnu í Vor-
draumi, einnig Anna í Kærleiksheimilinu og
Helga í Leidd í kirkju. Prestarnir hjá báðum
era hræsnarar; boða eitt, en breyta í samræmi
við annað.
Eitt er það, sem öðra fremur lýsir mati
Þorgils á Gesti og verkum hans, að hann tek-
ur orð og hugtök upp úr ýmsum verkum fyrir-
rennara síns, fyrirlestram og sögum, og notar
þau í eigin verkum, einkum Gamalt og nýtt.
Eg mun nú tilfæra þau dæmi, sem ég fann,
um þetta einstæða samband tveggja skálda.
Gestur segir í Vordraumi: „Sjálfsafneitunin
drepur það, sem æðst er og göfugast í mann-
eðlinu; hún er bara „morfin", kristilegt „mor-
fin"."2 Síðan skýrir hann neðanmáls, að morfin
þýði svefnlyf. Þorgils tekur þetta sama orð upp
í Gamalt og nýtt, er Steinar biður Þórarin að
kaupa fyrir sig „Giftas" og „De Moderne Sam-
fundslögne": „ „Jú ég skal hugsa til þess, — en
ætlarðu annars að brúka þær eins og morfin?" "3
I fyrirlestri sínum um lífið í Reykjavík segir
Gestur um prestana: „... þá dreifa þeir sér
eins og salt, sálnasalt, út um allt land til upp-
byggingar." " I Gamalt og nýtt segir: „Ræðan
var gersamlega saltlaus grautur, og ómögulegt
að hugsa sér, hvað orðið var af „sálnasaltinu"."5
Gestur segir um menntunarástandið: „Náms-
tíminn gengur til að gleypa pillur á daginn
og dreyma á næturnar um „familiu"-bása."(i
Þorgils tekur þetta orð upp og segir: „Séra
Guðni varð strax ástfanginn, þegar hann var
búinn að átta sig á því; fór fyrir alvöru að
dreyma um „familiubás..." "7
Um nýja skáldskapinn segir Gestur: „Allur
skáldskapur verður að vera í þjónustu einhverr-
ar hugmyndar; allur skáldskapur, hvað sem
hann svo er kallaður, verður að vera innblás-
inn og gagntekinn af idealismus.. ."s
Þórarinn segir í Gamalt og nýtt: „— En að
standa sem virðingarverðir menn að lokum, eins
og Oldenburg, það vil ég halda að sé ekki
Idealismus."9
Sveinn Skorri Höskuldsson bendir á, að notk-
un Þorgils á orðinu ofboð sé hugsanleg stíl-
áhrif frá Gesti. Þetta tel ég vafalaust, enda
kemur þetta orð mjög oft fyrir hjá Þorgils og
einatt með hinn sama tilgang og hjá Gesti.
A. til að skerpa ádeiluna — notað oft innan
gæsalappa: „ „gátu ofboð vel trúað þessu" ".
B. til „að gefa hlutlæga lýsingu raunveru-
leika, hins vegar að lokka lesanda til þátttöku,"11
„...ofboð rólegt og slétt..."12 Einnig bendir
Sveinn á líkinguna með sjóferðabæn Þorvarðs
í Tilhugalífi og Bænagjörð Hallbjarnar. Sveinn
bendir og á, hversu Þorgils lýsir slúðrinu í Upp
við fossa á líkan hátt og Gestur. Hjá Gesti er
því þannig lýst: „Menn geta líka líkt slúðrinu
hér í bænum við vætusudda, sem læðist og
1 Þorgils gjallandi, Ritsafn IV, bls. 54.
2 Gestur Pálsson, Ritsafn I, bls. 163.
3 Gamalt og nýtt, bls. 48.
4 Gestur Pálsson, Ritsafn II, bls. 48.
5 Gamalt og nýtt, bls. 38
6 Gestur Pálsson, Ritsafn II, bls. 109.
t Gamalt og nýtt, bls. 28.
8 Gestur Pálsson, Ritsafn II, bls. 75.
9 Gamalt og nýtt, bls. 50.
!0 Gamalt og nýtt, bls. 26.
H Sveinn Skorri Höskuldsson, Gestur Pálsson, Ævi
og verk II, bls. 627.
!2 Ofan úr sveitum, bls. 8.
33