Mímir - 01.05.1972, Page 35
um segir Sveinn: „Hjá honum hljóta karlmenn
svipað útlit eftir lyndiseinkunnum.. .'<:L einnig
„Sér meðal karlmanna í sögum Gests eru lítil-
mennin... Það er hinn andlegi vesaldómur og
staðfesmleysið, sem hann einkum málar... Vera
má, að honum hafi þótt smáfellt og frítt útlit
hæfa geðlitlum mönnum og óstaðföstum."2
Ef litið er til Þorgils, ber hið sama fyrir augu:
„Séra Guðni hneigði sig svo snoturlega og
kurteist, að allir, sem sáu, dáðust að. Það var
líka prýðis laglegur og snyrtilegur maður og
lipurlegur í framgöngu."3 Andlitið á Sigmundi
í Leidd í kirkju var „ofboð rólegt og slétt"4 og
hann var, „... sér til þrifnaðar, prýðilega messu-
rækinn.. ."5 og svipurinn á séra Sölva í sam-
nefndri sögu var „sléttur og blíður"6 og Jón
prestssonur í Gísli húsmaður var „sjálegur mað-
ur".7 Hér kemur sama viðhorf fram hjá Þorgils.
Sjálegir og fríðir menn, sléttir í framan, eru
lítilsigldir.
Sveinn bendir á, að algengt minni sé það
í raunsæisbókmenntunum, að karlmaður sjái
skugga ástmeyjar sinnar í glugga. Þessu bregð-
ur fyrir í Tilhugalífi Gests og í Gamalt og nýtt
einnig: „Það var ljós í stafnglugganum, glugga-
tjöldin voru niðri en milli þeirra stóð einhver
og starði út... honum sýndist skugginn hneigja
sig líka.. ."8 Einnig má hugsa sér, að Þorgils
hafi Gest fyrir sér, er hann segir í Gesti frá
1913: „Og þarna lýk ég frásögninni, þar sem
hrossin nutu vellystinga praktuglega.. ."9 I
Upp við fossa segir einnig: „... nú skulum við
lifa í vellystingum prakmglega í kvöld."10 Gest-
ur segir í Lífið í Reykjavík „... sem hafi pen-
inga eins og sand og lifi daglega í „vellysting-
um praktuglega." "11 Sveinn Skorri bendir á,
að Gesmr noti úrdrátt í formi neimnaratviks-
orðsins ekki og sviftiforskeytisins -ó. Þessu
bregður einnig fyrir hjá Þorgils: „ekki svo ólag-
leg."12 A sama hátt og Gestur notar Þorgils
mjög mikið eintal sálarinnar „indre monolog".
I flesm tilliti virðist náttúmskynjun þeirra
Gests og Þorgils ólík. Gesmr sýnir ægivald
náttúrunnar, sem engu þyrmir — er sterkara
en allt, en Þorgils tengir náttúruna hugblæ
sögunnar. í einni náttúrulýsingu er samt um
nokkra líkingu að ræða, lýsingunni á fossinum í
Vordraumi og Upp við fossa. I Vordraumierhon-
um svo lýst: „Hann var bæði hár og breiður og
veltist í silfurskæm perlulöðri fram af bjarginu
niður í hringiðuna hyldjúpa og kolgræna, og
hringiðan greip alla löðurstraumana, sogaði þá í
sig, fleygði þeim svo upp aftur, velti þeim fyrir
sér og togaði þá á allar lundir, eins og til að vita,
hvort nokkurt lið væri í þeim, og slengdi þeim
svo frá sér, og perlurnar þum dálítinn spöl nið-
ur eftir ánni, brnstu svo og urðu að engu."13
I Upp við fossa: „Fossinn er hár og þverbratt
bergið, sem áin fellur fram af... Það er afl og
þrek í honum þá, þegar hann hendir ísjökun-
um fram af brúninni, molar þá á leiðinni og
niðri í hvítfreyddri iðunni, hringsnýr mölinni,
sogar hana niður og spýtir henni svo upp aftur;
veltir svo öllu að lokum fram í straumröstina,
þeytir með nið og glaum norðausmr gilið, niður
á eyrar, austur í Breiðá, sem kemur sunnan
öræfi, framan úr jöklum. Einstöku rammefldur
jaki, sem er þrótmgri en fjöldinn, smámolast
ekki; skiptist aðeins í nokkrar hluti; sumir þeirra
berjast gegn ofurvaldinu, komast úr straumröst-
inni að landsvifunum upp að urðinni, ná þar
landi; en áin þvær þá og eyðir, og rakinn í
gilinu og suddinn leggjast á eitt, að slíta þeim
upp, láta þá hverfa."14
Hér lýsa þeir Gestur og Þorgils mannlífinu
í baráttu, sem aldrei fæst sigur í. Þeir nota báð-
1 Sveinn Skorri Höskuldsson, Gestur Pálsson, Ævi
verk II, bls. 591.
2 Sveinn Skorri Höskuldsson, Gestur Pálsson, Ævi
og verk II, bls. 590.
3 Gamalt og nýtt, bls. 24.
4 Ofan úr sveitum, bls. 8.
5 Ofan úr sveitum, bls. 4.
6 Ofan úr sveitum, bls. 15.
7 Þorgils gjallandi, Ritsafn IV, bls. 122.
8 Gamalt og nýtt, bls. '69.
9 Þorgils gjallandi, Ritsafn, III, bls. 141.
1° Upp við fossa, bls. 102.
II Gestur Pálsson, Ritsafn II, bls. 51.
12 Gamalt og nýtt, bls. 34.
13 Gestur Pálsson, Ritsafn I, bls. 175.
14 Upp við fossa, bls. 43—-44.
35