Mímir - 01.05.1972, Page 43
ÓTTARR PROPPÉ:
„SAGNAFRÆÐIN, EINHVÖR HIN INDÆLASTA
VÍSINDAGREIN, LlFSINS LJÓS OG LEIÐSAGNARI... "
Hver er staða sagnfræðinnar í Háskóla íslands
á því herrans ári 1972? Aður en reynt er að
svara þeirri spurningu, er ekki nema sjálfsagt,
að menn tylli sér á tá, gægist út fyrir hvítkalk-
aða múra Arnagarðs og reyni að sjá, hver staða
sagnfræðinnar er meðal þeirra, er heyja lífs-
baráttu sína utan múranna. Já, hver er afstaða
íbúa þessarar jarðkúlu til þeirrar fræðigreinar,
er fjallar um verk og hugsanir genginna kyn-
slóða og kennir sig oftar en ekki við vísindi?
Þessum spurningum er vandsvarað, og bezt
er að játa strax, að tæmandi svör við þeim
verða ekki reidd fram í þessari ritsmíð, þótt
sundurlausar hugmyndir um álit „almúgans" á
störfum „vísindamannanna" séu hér lítillega
viðraðar.
Umræður geta þó aldrei borið neinn ávöxt,
nema viðmælendur skilji hver annan. Oljós og
margbreytileg merkingarmið orða eru stór-
hættulegir pyttir, sem ófáir ágætismenn hafa
legið í spriklandi árum saman. Eg nefni sem
dæmi orðið saga. Hvað merkir í raun og veru
setningin„Hvert er álit Islendinga á sögu sinni?"
Ég ætla ekki að tíunda hér ólík merkingarmið
orðsins, en bendi aðeins á þrjú:
1) Það, sem raunverulega gerðist. (Sbr. Lítið
er vitað um sögu Grænlendinga hinna
fornu.)
2) Sagan eins og hún birtist okkur í verkum
sagnritaranna. (Sbr. Hann er að lesa sögu
15. aldar.)
3) Vísindagreinin, sem fæst við söfnun og túlk-
un heimilda um liðna atburði. (Sbr. Prófes-
sor í sögu.) Oftast er þó orðið sagnfræði
notað í þessu sambandi, og er það vel.
Andsvar vísindamanna við slíkum erfiðleikum
er að koma sér upp orðaforða, þar sem hvert
orð hefur fasta og ákveðna merkingu (termínó-
lógía.) Hluti af orðaforða viðkomandi vísinda
greinar er þá algjörlega hennar sérgrein. Smnd-
um kveður svo rammt að þessu, að þeir, er
leggja smnd á óskildar vísindagreinar, skilja
ekki hvor annan, jafnvel þótt báðir noti sama
orðið. Er þá og Ijóst, að alþýðu manna em
allar umræður á sviði viðkomandi fræða sem
lokuð bók. Þetta hafa margir sagnfræðingar
gert sér ljóst og vilja því glaðir bera þann
kross, er skormr á termónólógíu leggur þeim
á herðar, því að sá skortur treystir sambandið
við almenning. Flesmm hlýtur að vera ógeðfelld
sú hugmynd, að verk sagnfræðinga séu aðeins
ætluð hinum þrönga markaði sérfræðinganna.
Eða getur þú, lesandi góður, ímyndað þér þá
tíma, þegar frásögn af ráðstefnu sagnfræðinga
vekur ekki meiri hræringar í huga þér en t. d.
fréttir af rannsókn á beygingakerfi súmersku.
(Eg vil geta þess hér, að ég ber óttablandna
virðingu fyrir þeim, er vinna að slíkri rann-
sókn.)
Nei, svo mikið má veldi sérfræðinganna
aldrei verða!
En ég var að tala um afstöðu almennings
til sögu. Þá á ég við þá sögu, er lesa má af
bókum eftir sagnfræðinga og þeim heimildum,
er öllum em auðskildar (annálar, dagblöð o. fl.).
Ég held, að sérhver maður hafi I raun mikinn á-
huga á fortíðinni. Elestir spyrja: „Hvers vegna?",
ef óvæntir atburðir gerast. Og fæstir láta sér
nægja dulrænar skýringar á eðli þjóða eða ein-
staklinga, þótt þeim sé reyndar ótæpt veifað.
43