Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 49

Mímir - 01.05.1972, Blaðsíða 49
hún sé fáráðlingur. Siggi, bróðir Kjartans og fulltrúi verkalýðsins, er litlu skárri. I sögunni eru alls engar fullburða manneskjur. Að vísu játa ég, með semingi þó, að slíkar manneskj- ur eru ekki á hverju strái í islenzku þjóðlífi, a. m. k. ekki á Stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem flestir virðast meira eða minna andlega bæklaðir, en þær eru þó til. Kannski þær lifi og hrærist í betritíðinni, sem höfundur boðar í lok bókar sinnar, og sem þá væntanlega rennur upp í G. & K., öðrum hluta. Við bíður og sjáum hvað setur. Aðalpersónur eru Kjartan og Gunnar. Kjart- an er eina mannveran í bókinni, sem tekur ein- hverri þróun, þó smávægileg sé. Hann er farinn að eygja örlitla glætu í lokin, eða réttara sagt okkur grunar, að hann muni eygja glæm ein- hvers staðar í miðri næsm bók, t. d. á blað- síðu 175. Hann og fjölskylda hans em ekki miklir bógar. „Faðir hans las aldrei bækur; hann las aðeins Moggann” (bls. 15). Kjartan sjálfur opnar varla munninn til annars en að bulla um „andlega fegurð" eða þvílíkt, og hnýt- ir svo aftan í hvað hann sé nú blankur. Þó vott- ar fyrir hugsun með viti hjá strák á blaðsíðu 303: „...ég get ekki að því gert, mér finnst eitthvað sjúklegt ... við þetta allt saman". Þá hefur Kjartan ekki hrærzt í öðm en skepnu- skap og svínaríi á 300 blaðsíðum og aðeins rúmar 20 blaðsíður eftir. Bragð er að þá barnið finnur. Hann er í 5. bekk M. R., og félagar hans, í hæsta lagi 20, þeir, sem smnda andlega planið, ekki beysnir. Þeir þykjast hafa lesið feikn af bókum, en í raun og veru lesa þeir aðeins kili og utan á kápur. Fjórar línur eftir Ezra Pound, og þar með höfðu þeir lesið allan Ezra Pound, enda ekki „flóknari en Afi minn fór á honum Rauð". Aðalpersóna sögunnar virðist mér vera Gunnar Pétursson, Tómassonar í Thomsens Magasíni. Höfundur vandar sig langmest við hann. Hann er það, sem á alþýðumáli heitir rakin skepna. Hann gefur skýringu á ófétis- náttúm sinni á blaðsíðum 303—308. Þá sál- fræði þurfa menn endilega að lesa. Hann les kynstrin öll, en aðeins til að geta endursagt söguþráðinn öllum, sem nenna að hlusta. „En Gógól vel á minnzt. Veiztu hvernig hann varð brjálaður?" (bls. 36). Og þó: „Heimurinn er ekki heilbrigður nema í bókum". Gagninu, sem hann þrátt fyrir allt hefur haft af bókunum, lýsir hann á blaðsíðu 304. Eitt gott má þó segja um Gunnar. Hann beitir skepnuskap sínum að- eins gegn þeim, sem em honum sjálfir líkir, „ættinni". Gunnar er dularfullur maður í augum ann- ara persóna sögunnar, en í augum lesandans er hann ekki dularfullur, nema að einu leyti. Þessi stúlka í Þýzkalandi, sem skrifar honum bréfin, um hana vimm við ekkert meira en sögupersónurnar. Væntanlega skýrist það mál í síðara bindinu. Yfirleitt er ekkert dularfullt í sögunni. Höf- undur gætir þess vel að segja frá öllu eins fljótt og við verður komið. Ekki er því að leyna, að mér finnst hann oft full opinskár, hann veitir jafnvel smndum upplýsingar sínar oftar en einu sinni, t. d. á blaðsíðum 11 og 14. Kommatal hans er einnig dálítið þreytandi til lengdar. Höfundi tekst á margan hátt bemr að lýsa ýmsum aukapersónum en þeim Gunnari og Kjartani, t. d. verður lýsing Olafar að teljast góð. E. t. v. nær hann sér einna bezt á strik í lýsingunni á 'hjónabandi Ólafar og Pémrs. Eg skrökvaði áðan. .Hér er einn maður já- kvæður og viðkunnalegur: Vilhjálmur, sem sofið hefur 3 nætur hjá Aslaugu, sysmr Gunn- ars, á Þingvöllum. En hann er í „ættinni", og ekki sjálfum sér ráðandi, enda gunga. Sú veröld, sem Vésteinn dregur upp mynd af, er ekki glæsileg. Hætt er við, að fáir verði þar til að stöðva mengunina eða vígbúnaðar- kapphlaupið, né leysa vandamálið varðandi þennan óskemmtilega þriðja heim. Það er eins og hver sjái sjálfan sig. En hvað skal segja, nú er komin vinstri stjórn. Hvað gerist næst hjá G.&K.? Eyvindur Eiríksson. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mímir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mímir
https://timarit.is/publication/1937

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.