Stefnir - 15.08.1947, Page 9

Stefnir - 15.08.1947, Page 9
Að í fullkomið óef'ni væri komið, og aðalvertíð skammt undan. Að allt myndi stöðvast án ein- hverra opinberra aðgerða. Því miður er þetta ekki eina vandamálið, sem þing og stjórn þurfti þá að leysa. Hér voru margir aðilar, með að ýmsu leyti ólíkar skoðanir. Hjá þeim þurfti að koma til samábyrgðar um lausn vandamálsins, en ekki einkaábyrgð. Hér var því óheppilegur tími til úrlausnar miklu vandamáli, sem leysa þurfti skjótlega, ef ekki áttu íleiri að líða en útvegsmenn einir. I skyndi var þá gripið til þess ráðs, að trygga framleiðendum með lögum, fast verð á flestum fisktegundum. En að engu öðru leyti var farið eftir óskum eða ráðleggingum útvegsmanna um framtíðarlausn þessa mikla vandamáls, ekki útvegsins eins, heldur alþjóðar. Það var illa farið, því að reynslan hefur nú þegar sýnt, að einmitt þess vegna hefur hið hækkaða fisk- verð ekki komið að þeim notum, sem til var ætlast og þörf var á. Og hafa því þegar skapast nýir erfiðleikar, sem leysa þarf, ef gera á út á næstu vertíð. Þannig býður hver syndin annari heim, og veltir á sig vanda, sem' aldrei verður stöðvaður eða levstur, nema allir ábyrgir aðilar hafi dómgreind og dirfslcu til að horfast í augu við veruleika dýr- tíðardraugsins, sem áður en lýkur varnar hér öllum bjarg- ráðum á sjó og landi. Það er þýðingarlaust fyrir þessa litlu, fámennu þjóð eða ráðamenn hennar að hafa á venjulegum hlutum aðra háttu en aðrar þjóðir, um samninga eða sambúð við hinn menntaða heim. Bjartsýnir menn. Ekki verður því neitað, að seint mundu sækjast ýmsar framfarir á öllum öldum, ef ekki nyti við bjartsýnna manna. En eins og annað, verður það að vera með gát. A þessum tíma voru ýmsir menn bjartsýnir á sölumöguleika og verðlag af- urða vorra á erlendum mörkuð- um. Þeir voru svo vissir í þess- um efnum, að í raun og veru þyrfti nú ekki að hugsa um neitt nema að afla, því að allt myndi seljast fyrir ofurverð. Innan- landserjur og togstreita töfðu fyrir tilraunum í þá átt að gera þessa bjartsýni manna að veru- leika. Þeir hafa vonað, að ein- STEFNIR 5

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.