Stefnir - 15.08.1947, Qupperneq 10
hvern tíman mundi þetta enda
vel. Að ekki kæmi þriðja síldar-
leysisvertíðin, og eftirsókn allra
eftir þeim afurðum mundi auð-
velda sölu annarra afurða fyrir
það verð, sem nægði. Margt hef-
ur því miður brugðizt af þessum
barnaskap, og þó mun enn
minni von um framhald slíks
verðlags. Lýtur helzt út fyrir,
að iandinn verði að greiða sjálf-
um sér uppbætur. Sjá víst flest-
ir, hve lengi það getur verið
haldgott bjargráð.
Alvaran ein gildir.
Síðan allt þetta gerðist hefur
tíminn liðið, án þess að full-
nægja vonum hinna bjartsýn-
ustu manna. Hvað sem segja má
um horfur og endanlega afkomu
yfirstandandi árs, er því miður
enn dekkra framundan. I júlí-
mánuði sl. komu útvegsmenn
saman á aðalfund sinn. Sýndi
samþ. fundarins í dýrtíðarmál-
inu, (sem birt er á öðrum stað í
þessu riti), að framleiðsla sjávar-
afurða er í beinni hættu, og ekki
arðgæf fyrir þjóðina, nema ráð-
izt verði á framleiðslukostnað-
inn. Er þar ekki aðeins um kaup-
gjald að ræða, heldur allt það á
sjó og landi, sem skapar og við-
heldur þeirri hættu, að lífæð
atvinnuveganna hætti að slá og
starfa. Fyrir því óskuðu útvegs-
menn þess, að allir aðilar, sem
mál þetta varðar fyrst og
fremst, næðu saman undir for-
ustu ríkisstjórnarinnar, til þess
í alvöru og af fullri einlægni, að
finna varanlega lausn á þessu
mesta vandamál þjóðar vorrar.
Vonandi verður ekki lengur
gengið fram hjá frumkvæði
útvegsmanna í þessu vandamáli
og þeirri festu, er þeir hafa sýnt
um raunhæfa, varanlega lausn.
Samtök litvegsmanna.
Lengst af hefur aldrei verið
um heildarsamtök útvegsmanna
að ræða, það eru aðeins fá ár
síðan samtök þeirra voru fast-
ákveðin og fullmótuð. En sá
tími hefir fært þá mikið saman,
aukið félagslegan þroska þeirra,
skilning á nauðsvn og gagnsemi
slíkra heilsteyptra samtaka um
öll sín mál. Ekki aðeins inná-
við, heldur útávið. Það mun þá
bezt sannast, þegar mest á reyn-
ir, og erfiðast verður um að láta
endana ná saman. Það mun enn
sem oftar sannast, að Grettis-
tökum verður vart lyft nema
með sameiginlegu átaki þrótt-
mikilla samtaka, þar sem eitt
og einn styður annan til þess að
6
STEFNTR