Stefnir - 15.08.1947, Qupperneq 17
Um markaðsmál
Eftir Jóhannes G. Helgason.
í fyrirmælum þeim, er Char-
les II. Englandskonungur gaf
brezka Verzlunarráðinu, sem
hann stofnaði á 17. öld, segir
m. a.:
„. . . Yður bera að taka ti! yfir-
vegunar þá erfiðleika, sem brezk
verzlun hefir átt við að stríða
hvarvetna utanlands. Ennfrem-
ur að rannsaka þær greinar fyrri
samninga, sem hafa verið gerðir
við prinsa og ríki, er snerta
verzlunarviðskipti. . . Yður ber
að athuga alvarlega og rannsaka
gaumgæfilega, hvort innflutn-
ingur erlendra vara yfirstígur
ekki útflutning þeirra, sem inn-
lendar eru og hvernig megi svo
hagræða, leiðrétta og koma fyrir
aQ vér getum haft fleiri seljencl-
ur en kaupendur í hverju landi
heims.“
Verzlunarstefna Breta hefir á
síðustu öldum grundvallast á
þessari meginreglu — að hafa
íleiri seljendur en kaupendur í
hverju landi. Sú stefna hefur
fært þeim blómaskeið í heima-
landinu og verið hyrningar-
steinn í heimsveldisbyggingu
þeirra.
Þessi stefna byggist á þeim
sannindum, að salan sé frumat-
riði og aðalatriðið í skiptum
þjóðanna jafnt sem í skiptum
einstaklinga. Salan ákveður
kaupmáttinn. Því meiri sala því
meiri kaupmáttur og því meiri
hagnaður því salan felur að jafn-
aði í sér stærri hluta hagnaðar-
ins af viðskiptunum en kaupin.
Salan — útflutningurinn — er
því meginatriðið en innflutning-
urinn veigaminna mál þó mikil-
vægur sé.
Sé nærtæk líking tekin má
líkja þessari sölustefnu við ein-
staklinginn, fjölskyldufaðirinn,
sem finnur að höfuðverkefnið sé
að afla teknanna með sölu vinnu
sinnar eða þjónustu í einhverju
formi og hagar lífi sínu í sam-
STEFNIR
13