Stefnir - 15.08.1947, Page 18

Stefnir - 15.08.1947, Page 18
ræmi við það. Ráðstöfun þeirra sé minna verkefni og komi eftir. Það fer að jafnaði nokkuð eftir menningarstigi þjóða, atvinnutækni og þróun, hvort þær leggja meiri áherzlu á sölu eða kaup, þ. e. útflutning eða innflutning. Sagan bendir til að þjóðir, sem hafa náð meiri menningarþroska og atvinnu- tækni leggi meiri áherzlu á söl- una og hafa þær orðið ráðandi viðskiptaþjóðir. A hinn bóginn þar sem menning er á lágu stigi og tæknisþróun lítil eða engin er meiri áherzla lögð á að kaupa. Því heldur m. a. að fleiri þörfum er þar ófullnægt, fátækt. og skortur háir þroska og dóm- greind neytendanna og freist- ingin verður því meiri að öðlast þá hluti, er hugurinn girnist án tillits til sannvirðis þeirra eða þess, sem í skiptum er látið. Hugsun vor íslendinga er enn háð illri arfleifð í verzlunar- háttum. Utanríkisverzlunin hef- ir fram til þessa verið meira mótuð af því að við höfum verið kaupendur fremur en seljendur og höfum því ekld hlotið rétt- látan hagnað af viðskiptum vor- um við aðrar þjóðir, sem komu hingað með varning sinn, seldu hann og tóku í staðinn fábreytta framleiðslu, er vér höfðum ekki aðstöðu til að veita sannvirði á, því verzlunin var í þeirra hönd- um og vér höfðum engan saman- burð. Þessi viðskiptaðastaða hélt oss í úlfakreppu fátæktar og vesaldóms um aldir. Það raknar fyrst úr, er vér tökum sjálfir að annast sölu eigin framleiðslu og öflun hagkvæmra innkaupa á erlendum vettvangi. Hugsun vor er þó ennþá meira bundin við þá hluti, sem hugurinn girn- ist og vér viljum öðlast fyrir kaup — en hitt að selja. Oss er almennt eigi ljós, né skiljum vér til hlítar þann sannleika að salan — útflutningurinn — en ekki kaupin — innflutningurinn — er megin undirstaðan undir velmegun vorri. En innkaupin hafa dregið til sín meira fjár- magn og dugnaðarmenn, en hollt er vegna auðsóttari ábata en útflutningurinn. Þjóðina vantar nú fleiri seljendur eigin framleiðslu en nokkru sinni, en innflytjendur eru fyrst og fremst seljendur fyrir erlenda aðila þó þeir um leið fullnægi heimaþörfum. Ábatavon af starfsemi manna þarf að standa í hlutfalli við gildi þjónustu þeirra. Því þarf að búa svo um 14 STEFNIR

x

Stefnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.