Stefnir - 15.08.1947, Síða 28
ast í augu við fátækt, ógæfu og
hrun. Það getur eklci farið á ann-
an veg. Styrjaldarmarkaðirnir
eru horfnir. Friðar markaðirnir
í Evrópu eru nú þegar að færast
í eðlilegt horf, og tala botnvörp-
unga og fiskimanna Evrópu-
þjóðanna á höfunum eykst frá
degi til dags. Og það sem verst
er, tölu þessara fiskimanna
fjölgar á og í nágrenni íslenzkra
fiskimiða. Hvað ætlar Island að
gera, þegar það hefur við svo
stranga samkeppni að etja? Eg
benti á í síðustu grein minni í
Morgunblaðinu nýlega, vissa
þróun sem nú er í framkvæmd
og benti á, að Isiand ætti að
koma framkvæmdum á nú þeg-
ar til verndunar hagsmuna sinna.
En þetta er diplómatiskt við-
fangsefni fyrir íslenzku ríkis-
stjórnina. Það eru aðrar hliðar
á þessu öllu, og þær liggja um
hendur ísl útvegsins (L. I. U.
Þekking er sama og vald —
enginn getur neitað því. En það
er ekki auðvelt að afla sér þekk-
ingar, og þekking er gagnlaus
nema hún sé notfærð á réttan
hátt. Enginn kaupsýslumaður
verður happasæll og dugandi
nema hann þekki allar stað-
reyndir sem viðkoma verzlun
hans, og sem viðlcoma keppi-
nautum hans. Þegar hann hefur
aflað sér þekkingar á þessum
staðreyndum er hálfur sigur
unninn, og þegar hann notfærir
sér þessar staðreyndir á réttan
hátt, er fullur sigur unninn, og
hann er sigurvegarinn. Islenski
sjávarútvegurinn verður að gera
slíkt hið sama. Hann verður að
viða að sér uin víða veröld
fréttum, vitneskju, skýrslum,
fréttir af fundum og ráðstefnum
og umræðum, sem líkur eru til
að hafa áhrif á sjávarútveginn.
Hann verður að samstæða þess-
ar fréttir og kvnna sér þær, með-
limir hans verða að ræða þær,
og hann verður að hefja fram-
kvæmdir fljótt, þegar liann
hefur aflað sér þekkingarinnar.
Eg hefi fengist við ritstörf í
mörg ár, og átt nokkuð við
stjórnmál; eg hefi kynnt mér
mörg framandi lönd og atvinnu-
vegi þeirra, og mig hefur alltaf
undrað, að íslendingar yfirleitt,
vita ekki hvað er að ske í sjávar-
útvegi veraldarinnar. Þetta
verður að lagfærast. Annars er
Island í vaxandi hættu. A morg-
un getur, Noregur eða eitthvert
annað land byrjað eitthvað á-
form, fundið einhverja hug-
mynd eða bragð, sem gæti haft
lamandi áhrif á allar fiskiveiðar
24
STEFNIR