Stefnir - 15.08.1947, Síða 35

Stefnir - 15.08.1947, Síða 35
Erlendar fréttír Frá fréttaritara vorum í Bretlandi NÝ TÍMAMÓT — EF VEL VEIÐIST FEA SlLDARVÍGSTÖÐVFNLM „Vér neitum að veiða jyrir síldarmjölsverlcsmiðjumar“ Ef hin 230 síldveiðiskip, sem fóru héðan og frá Fraserburgh til miðanna í dag koma aftur í fyrramálið með það mikinn afla, að „afgangur“ verður, — og allt útlit er fyrir góð aflaskilyrði — þá mun ósamkomulagið milli Matvælaráðuneytisins og síldveiðimanna komast á hæsta stig. Þetta byíjaði í síðastliðinni viku, þegar sjómenn hentu 200 tonn- um af síld í sjóinn, af því að hæsta verðið sem þeir gátu fengið var 30s fyrir málið (cran), sem er verð það, er ráðuneytið hefur ákveð- ið fyrir síld, sem er send til verksmiðjanna til vinnslu í smjöriíki, olíu og fiskimjöl. Og þetta verð verður þeim boðið aftur á morgun ef þeir hafa mikinn „afgang.“ Þegar talað er um afgang, er átt við það magn síldar, sem er fram- yfir það, sem fer í „freshing“ (síld, sem er send beint í búðirnar, reykingu, verkun og niðursuðu, m. ö. o. á matvælamarkaðinn. — Framleiðsla á olíu og mjöli er önnur leiðin, og síðan vandræðin byrjuðu, hefur ráðuneytið ekki gert neitt til þess að hækka verðið. Til samanburðar fást 85s lOd til 89s lOd fyrir málið af „freshing“ og síld í reykingu, 70s í niðursuðu og 55s til verkunar. Nú er spurn- ingin hvort sjómenn taka boðinu um 30s, eða kasta síldinni í sjóinn aftur. I gær sögðust þeir ekki vita hvað þeir mundu gera. The Herring Industry Board vilja engar upplýsingar gefa í málinu. 30s, eða kasta síldinni í sjóinn aftur? I raun og veru er búið að selja magn, sem álitið er að muni nema 2,000 málum, sem afgang til verksmiðjanna síðan vertíðin byrjaði fyrst í síðastliðnum mánuði, STEFNIR 31.

x

Stefnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.