Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 37

Stefnir - 15.08.1947, Blaðsíða 37
hann í verksmiðjurnar fyrir 80s. En ég vil ekki ganga inn á að veiða í'yrir síldarmjölsverksmiðjurnar. Sjómenn munu aldrei samþykkja það. Sú var tíðin, að veiðar héldu áfram óhindrað og vertíðin var 11 vikur. Verðið var lágt, og það var varla hægt að draga fisk úr sjó þegar kornið var fram í miðjan ágúst. Þá var búið að hreinsa sjóinn. Alexander Bruce, skipstjóri frá Peterhead, svo og allir aðrir sjó- menn, sem ég talaði við, taka undir þetta: „Við viljum láta afganga í síldarmjöl, á 30s, en við viljum ekki veiða í mjöl. Við viljum ekki tæma sjóinn.“ Þetta er þá útkoman: Ef mönnum virðist magn „afgangsins“ vera sanngjarnt í hlutfalli við tölu báta þeirra, sem stunda veiðar, þá er allt í lagi, láta bara verksmiðjurnar fá afganginn á 30s. En málið er ekki alveg svona auðvelt ef afgangurinn nemur 1,000 málum (cran) á einum degi. Schottish Daily Express, 20. júní 1947. * Eire ætlar að ganga ríkt eftir alþjóðalögum um 12 mílna Iand- helgi fyrir útlend skip, sem veiða við strendur þess, í þeim tilgangi, að hindra veiðar spænskra togara. Empire News, Mancheser, 8. júní 1947. * Dr. Summerskill, Parliamentary secretary to the Ministry of Food, skýrði neðri málstofunni frá því, að verð á öllum fiski yrði endurskoðað í haust, og þá muni einnig fara fram rannsókn á fiski- atvinnuveginum við strendur Bretlands. Þetta var svar við fyrirspurn Cmdr. Marshall (Cons. Bodmin), sem hafði lagt áherzlu á, að hámarksverðið yrði hækkað, sökum aukins kostnaðar. Neðri málstofa brezka þingsins. * 33 STEFNXR

x

Stefnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stefnir
https://timarit.is/publication/1961

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.