Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 15

Vinnan og verkalýðurinn - 15.09.1955, Blaðsíða 15
3f rannsóknarstofunum. Á fáum dög- um varð eftirtektarverð breyting á þeim. Svo dæmi sé nefnt minnist ég á minn ágæta vin Herkúles að nafni, nem allt til þessa hafði verið siðprýð- :ín sjálf, varð smám saman alveg óvið- ráðanlegur .Það lá við að hann hrifs- aði af mér stjórnina þegar ég var að drasla honum upp og niður og hann reif og skók búrrimlana eftir að mér hafði loksins tekizt að koma honum inn í búrið aftur. Sama var að segja um hina félaga hans og ég braut heil- ann um hverskonar skrattans meðala- sulli hefði verið helt í þá uppi á lofti. Skömmu síðar var ég kallaður fyrir C. C. C. Holm forstjóra. Þetta var í íyrsta sinn sem það kom fyrir og ég var satt að segja talsvert forvitinn, en þegar ég var kominn upp í stóra stjórnarsalinn, sá ég strax að boðið varðaði mig ekki einann, því þarna var fyrir aragrúi af félögum mínum. Tilviljun réði því að ég stóð rétt í’yrir aftan Ebbu í flöskuþvottinum. Oft hafði mig langað til að bjóða .henni Ebbu litlu í bíó og nú vildi svo til að mér var í lófa lagið að stinga því á bak við fallega eyrna- snepilinn á henni — bara hefði ég borað. Kæru konur og menn — söng í for- stjóranum. Um er að ræða nýja landafundi á sviði vísindanna — stoltur menningararfur fyrirtækisins — pillur sem valda gerbyltingu — blessun fyrir gervalla mannkynd — Eftir er að prófa notagildið á mann- fólkinu — skaðlaust með öllu. — Heiðursverkefni hverjum og einum. Ágóðahlutur til allra ef pillurnar reynast eins og ætla má. — Það er í allra þágu að um þessar tilraunir sé fullkomin þagmælska. í stuttu máli, við starfsfólkið, átt- um að vera nokkurskonar tilrauna- kanínur, sem áttu að prófa pillurnar. Vitaskuld var öllum frjálst að neita eða játa, en öll vildum við hanga í atvinnunni í lengstu lög og auk þess var ekki a-lveg laust við að okkur findist ekki svo lítið í það varið að gerast brautryðjendur á vegi vísind- anna. Við vorum látin taka inn pillurn- ar á morgnana, um miðjan daginn og á kvöldin rétt áður en við hættum að vinna. Þetta gerðist uppi hjá hon- um doktor Nikulási, ágætis karli, sem virtist ekki hafa önnur afskipti af pillunum, en að skammta okkur þær ásamt einu glasi af vatni. Alltaf var einn af trúnaðarmönnum Holms for- stjóra viðstaddur til þess að passa að við gleyptum pillurnar. Það var auðjséð að óttaá)t var um að við kynnum að troða pillunni ofan í hola tönn, án þess að kyngja henni og hlaupa svo með uppfinninguna í ein- Gamalf Ijóð Hcr gekkstu frá gleðinnar borði — svo gjörðir þú aldrei fyrr — því stendur þú áviðris liti og örlög þín: luktar dyr. Það sækir þig sektarhrollur og sakfelldra dómur vís sem útskúfað engilsræksni um eilífð frá Paradís. Og samvizkan nuddar og nagar og nauðar og sakar og spyr: Hví gazt’ ekki bölv. grasasninn þinn gætt þín — og setið kyrr? I.G. VINNAN og verkalýöurinn 111

x

Vinnan og verkalýðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan og verkalýðurinn
https://timarit.is/publication/1968

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.