Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 6

Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 6
Bergmál --------------------- fjöruna. Það var auðsjáanlega fylgst vel með öllum þeim far- kostum, sem þar bar að landi. Á sama andartaki og bátur- inn tók niðri, voru þessir þrír bátverjar umkringdir af hópi villimanna, sem vopnaðir voru hnífum, og klæddir allskyns fatnaði með öllum regnbogans litum. Auðséð var að þeir höfðu ekki þvegið sér nýlega, en eyrnahringir þeirra og höfuð- djásn voru alsett skínandi perl- um og gimsteinum, sem vel hefðu sómt sér í hvaða konungs- kórónu sem vera skyldi. Sá, sem virtist vera foringi þeirra gerði enga tilraun til að bjóða þá velkomna, einskis spurði hann heldur. Er hann hafði í skyndi full- vissað sig um, að Hawke og hin- ir tveir félagar hans væru ó- vopnaðir, sagði hann: „Við förum með þá til Brasili- ano kafteins. Hann veit hvað bezt er að gera við þá.“ Því næst otaði hann hníf sínum í bakið á Hawke og rak þá félaga á und- an sér upp eftir grýttu og vand- rötuðu einstigi. Þegar þeir höfðu klöngrast áfram eftir þessum ógreiðfæra vegi í full- ar tuttugu mínútur, kom þessi hópur út úr gilskorningi nokkr- um og blöstu þá við sléttar ___________________ JANÚAR grundir umkringdar skörðótt- um fjallstindum á allar hliðar, en á þessum grundum hafði verið byggt dálítið þorp. Ann- ar endi þessa þorps lá að þröngu klettagljúfri, sem skarst inn í fjallgarðinn og inn um þetta gljúfur teygði sig djúpt og lygnt lón, sem áfast var sjó með ör- mjóu sundi, lítið eitt breiðara en stærstu skip, en var að öðru leyti algjörlega hulið sjónum þeirra er sigldu þarna um. Þetta lón var því tilvalinn felustað- ur fyrir flota sjóræningjanna, enda lágu mörg skip þeirra nú fyrir festum inni í lónbotni og voru þorpsbúar að skipa upp dýrmætum ránsfeng. Hawke sá það nú, að stefnt var að stórri og reisulegri bygg- ingu, en þar úti fyrir stóð hár og karlmannlegur náungi, sem virtist vera af spönskum ætt- um, eftir útliti að dæma. Þessi maður var fríður sýnum, en þó vottaði fyrir hörku- og grimmd- ar-dráttum við munn hans. Mest undraðist Hawke það, að við hlið þessa manns stóð kona — ung og fögur, mjög spengileg, næstum eins og unglingspiltur í vaxtarlagi. Hún var klædd liðsforingjajakka og svörtum, háum stígvélum. Hún hafði klætt sig sem karlmann, eftir 4
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.