Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 16

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 16
B E R G M Á L---------------- með bjóra og merði með mér,“ hann klappaði á böggulinn. „Svo er meira í bátnum.“ Kaupmaðurinn skellti aftur stóru bókinni og læsti pening- ana niður í skúffu. „Komdu með mér inn í vöru- geymsluna.“ Hann gekk á und- an. Gabriel gekk á eftir honum meðfram húshliðinni í brakandi sólskininu. Inni í vörugeymsl- unni var aðstoðarmaður, herra Johnson. Það var rauðhærður unglingur, ókunnur. Hann var að stafla grávöru. „Sæli-nú,“ sagði Gabriel. „Sæli-nú,“ sagði hvíti strák- urinn rauðhærði. Hann brosti. Herra Johnson skoðaði bjór- ana fyrst. Hann kraup á kné á gólfið í vörugeymslunni og skoðaði hvert skinn í krók og kring. Þetta voru dásamleg skinn. Gabriel gladdist við að horfa á þau og hann sá að herra Johnson var hrifinn líka. Hann strauk skinnin, slétti úr þeim, blés á þau og hampaði þeim. Lagði þau síðan varfærnislega frá sér og merkti svo við í bók- inni hjá sér og tók það næsta. Skinnin voru tíu, og þegar kaupmaður hafði skoðað þau öll, sagði hann: „Þau eru prýði- leg. Ég gef tvö hundruð og níu- tíu dollara fyrir þau öll.“ ____________________ JANÚAR Gabriel brosti. Þetta var gott verð. Sennilega hafði liðþjálf- anum skjátlast um marðar- skinnaverðið. — Kaupmaðurinn skoðaði nú einnig marðarskinn- in sjö. „Ég get gefið eitt hundr- að sjötíu og tvo fyrir marðar- skinnin, þau eru góð líka.“ Sjö í sautján er tvisvar og þrír ganga af, sjö í þrjátíu og tvo er fjórum sinnum og fjór- ir ganga af. Tuttugu og fjórir og svolítið meira. Það var þá nærri sanni, sem liðþjálfinn hafði sagt. „Bob Starkey sagði mér, að þeir greiddu yfir sextíu úti í Green Mountain, herra John- son.“ „Bob Starkey hefir ekki sagt rétt frá,“ sagði herra Johnson. „Hann hefir ætlað að gabbast að þér.“ „Nei, herra Johnson,“ sagði Gabriel hæversklega. En hann fann til svolítils fiðrings í herð- unum. Það var langt síðan hann hafði fundið til hans. „Ég hefi lesið blöðin.“ „Ég skil þig ekki, Gabriel. Verðlagning mín er í samræmi við þær fréttir, sem útvarpið flytur mér.“ „Herra Duncan hefir yfirboð- ið þá úti í Green Mountain. Þér hefðuð átt að vita um það.“ 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.