Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 10

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 10
B E R G M Á L------------------- ingu fyrir vel unnið verk. Síðan sendi hún rakarann á brott en gekk stærilætislega hringinn í kringum fangana. „Svo að þér gerðust nærgöng- ulir við konu, sem var farþegi á skipinu,“ sagði hún. Hawke hristi höfuðið. „Nei, það er ekki satt, ungfrú. Ég get fullvissað yður um að svo var ekki. Ég lenti ekki í neinum vandræðum í umgengni minni við hana, enda þótt henni megi um kenna hversu komið er fyrir mér. Ég lendi aldrei í erfiðleik- um vegna kvenna, aldrei.“ Spitfire skipti litum. Hún var reið. „Það má vera að þér hafið ekki lent í vandræðum vegna kvenna hingað til, en mér segir svo hugur um, að svo geti farið, og það mjög bráðlega.“ „Ekki get ég breytt skoðunum yðar, ungfrú, en ég álít þó, að þér getið litlu um það spáð,“ svaraði hann glaðlega. „Ég þori meira að segja að fullyrða, að þér þekkið karlmenn ekki meira en það, að þér hafið í mesta lagi kysst á kafloðinn vanga eða síð- an hökutopp.“ Um leið og hann sagði þetta leit hann á hóp af alskeggjuðum sjóræningjum, sem stóðu álengdar og virtust vera að reyna að fylgjast með því hvað fram færi á milli þess- --------------------- JANÚAR ara tveggja andstæðinga, en bæði virtust geta verið hörð í horn að taka. Spitfire stóð hreyfingarlaus andartak. „Ef til vill er þetta rétt hjá yður,“ sagði hún, „en úr því er auðvelt að bæta.“ Hún gekk að honum, róleg og óþving- uð og kyssti hann beint á munn- inn. „Þér ættuð ekki að gera yður neinar grillur, Hawke liðsfor- ingi,“ sagði hún um leið og hún gekk á brott. „Það má vera, að ég geti haft gagn af yður um borð í skipi mínu, þegar ég verð þess fullviss, að hægt sé að treysta yður. Að öðrum kosti munuð þér komast að raun um, að það er óþægilegt að vera bundinn á höndum og fótum og reyrður við fjörustólpa. í kvöld verður gert út um það.“ Framh. í næsta hefti. Hawke og hinir tveir félagar hans hafa komizt heilu og höldnu inn í vígi sjóræningjanna. En óvíst er hvernig þeim reið'ir af, er strand-kaf- teinarnir taka þá til yfirheyrslu. Lesið um það í næsta hefti Bergmáls. Og jafnframt hversu hinum brezka liðs- foringja reiðir af í viðureign sinni við sjóræningjaprinsessuna, konuna, sem var einn af hættulegustu fjendum lands hans. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.