Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 45
1 954 -------------------------
enda þótt tré rifnuðu upp með
rótum og þök fykju af nokkr-
um húsum. Enda náði lestin til
St. Fort á réttum tíma. Náttúru-
öflin kúga ekki svo glatt menn-
ina ...? í St. Fort tók lestar-
stjórinn farmiða af öllum þeim,
sem ætluðu áfram með lestinni
norður til Dundee. Það var ekki
lengi gert, aðeins 70 manns voru
með í ferðinni, — fólk, sem nú
fyrst hafði fengið jólafrí, eða þá
fólk, sem ætlaði að bregða sér
heim um nýárið. Stöðvarstjór-
inn sveiflaði grænu lugtinni
sinni og lestin rann af stað til
Wormit.
Er ljósmerkið í Wormit sázt
fram undan, hægði lestarstjór-
inn ferðina. Hann varð að taka
við „lestarstafnum“ frá stöðv-
arstjóranum þar, því að sam-
kvæmt reglugerð, mátti hann
ekki aka yfir hina einsporuðu
brú, nema því aðeins að hann
hefði móttekið þennan „lestar-
staf“, sem tákn þess að útilokað
væri að önnur lest færi inn á
brúna á sama tíma.
Varðstjórinn í Wormiþ gladd-
ist yfir því, er hann hafði af-
hent stafinn, að geta hlaupið til
baka inn í varðskýli sitt. Það
var ekki hundi út sigandi. Hann
leit á klukkuna —19,13 —. Svo
sendi hann starfsbróður sínum,
----------------— Bergmál
við hinn enda brúarinnar merki:
„Járnbrautarlest á sporinu“.
Dálítið skrölt heyrðist er lest-
in rann út. á brúna, en brátt
kafnaði það í stormhrinunum,
sem nú virtust ennþá magnaðri
en nokkru sinni fyrr, enda hvein
og öskraði öll yfirbygging brúar-
innar undan átökunum. Ofviðr-
ið hafði þarna 89 stálgrinda-
stólpa, sem hvíldu á steinsteypt-
um stöplum, til að glíma við.
Barclay þótti vænt um, að
hann þurfti ekki að vera aleinn
í varðskýli sínu þetta kvöld. Hjá
honum var í heimsókn járn-
brautarstarfsmaður, sem Watt
hét, og var hann sjaldséður
gestur á þessum slóðum, en ein-
mitt þess vegna fannst honum
líka viðburður að sjá járnbraut-
arlestina bruna yfir brúna. Hann
stóð fast við gluggann og rýndi
út í myrkrið og sá hina upplýstu
vagna nálgast miðja brúna. Að
lokum sá hann aðeins afturljós
vagnanna. Hann gizkaði á, að nú
væri lestin komin um einn kíló-
meter út á brúna.
Skyndilega brá honum — svo
virtist, sem gneistar og blossar
stæðu niður frá vagnaröðinni.
Þetta hélzt um stund ...
„Það er stormurinn, sem
43