Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 63

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 63
1 95 4 -------——-------------------------------- Bergmál oft að dreyma vökudrauma um hann. Því að enda bótt Biddy væri þannig gerð, að hún héldi sér að mestu við jörðina, gat það þó hent hana að lifa sig svo inn í vökudrauma sína, ofar öllum skýjum, að hún fann næstum því kossa hans á vörum sér. „Og, ef hann sóar þeim ekki öllum sjálfur,“ hélt Maureen á- fram, öfundsjúk, „þá hjálpar Stella Grange honum við að sóa af- ganginum. Allir halda að hún og móðir hennar lifi í allsnægtum eftir klæðnaði hennar að dæma, en sannleikurinn er sá, að þær eru í vandræðum með að framfleyta sér. Ég heyrði einu sinni herra Orman segja að--------- „Ég kæri mig ekkert um að heyra hvað herra Orman sagði,“ greip Biddy fram í, festulega. „Allt, sem þú heyrir eða sérð á skrif- stofunni ætti að vera trúnaðarmál. Auk þess þarf ég að vera komin út í „The Becches“ tíu mínútum fyrir klukkan sjö!“ Maureen ygldi sig. „Oh, þessi gamli harðstjóri,“ sagði hún grimmdarlega. „Ekki nema það þó. Heimta að þú farir að vinna í kvöld, þegar þú gætir annars komið með á dansleikinn.“ „Okkur veitir ekki af aurunum,“ sagði Biddy. „En, góða, gleyptu ekki matinn svona í þig. Ég er viss um að þú færð magaverki af þessu.“ Hún gekk upp á efri hæðina til að láta renna í baðkerið handa Maureen og taka til samkvæmiskjólinn hennar. Verst var að hún skyldi ekki geta beðið eftir því að sjá hana þegar hún væri komin í skrúðann, en hún þorði ekki annað en hraða sér af stað, því að Símon Fletcher þoldi allra manna sízt óstundvísi og bezt var að losna við rex og ávítur. Ef til vill, hugsaði hún, sæji hún Nick Fletcher. Svolítil eftir- vænting leyndist í brjósti hennar, er hún hraðaði sér út að stóra húsinu hans Símonar Fletcher. Nick myndi að sjálfsögðu fara á dansleikinn, sem staðgengill afa síns og því líta inn til gamla mannsins áður en hann færi. Biddy þurfti ekki annað en loka augunum til þess að geta séð sjálfa sig svífandi um dansgólfið í örmum Nicks, og hversu hann horfði bros- andi beint í augu hennar og--- „Reyndu að taka sönsum, Biddy,“ sagði hún við sjálfa sig. „Nick Fletcher veit ekki einu sinni, að þú ert til.“ 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.