Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 51

Bergmál - 05.01.1954, Blaðsíða 51
B E R G M Á L 1 954 ----------------------- var ekkert lengur til, sem hún þurfti að vera óróleg yfir. Stef- án hafði dáið af völdum bíl- slyss, sem orsakast hafði af hans eigin óvarkárni. Hún hafði heldur ekki grátið viku síðar, er foreldrar Stefáns komu upp í litla herbergið hennar, sem eitt sinn hafði átt að búa húsgögnum. Hún hafði aðeins beðið, róleg og hálfsljó eftir því að barn hennar fæddist. „Þú kemur auðvitað heim með okkur, elskan mín,“ hafði tengdamóðir hennar sagt, frú Madeleine Beverley. Faðir Stefáns, Brad Beverley hafði ræskt sig og tekið undir orð konu sinnar: — „Auðvitað gerir þú það.“ Cara hafði fundið það, að honum kom mjög á ó- vart, hvernig heimili þeirra Stefáns leit út. Hann varð ut- an við sig og vandræðalegur. Cara hafði eiginlega verið því mótfallinn að fylgjast með þeim. Henni fél illa að þurfa að þiggia alúð þeirra og hjálpsemi, er henni varð hugsað til þess, hversu mjög þau höfðu elskað Stefán, og að þau gerðu að sjálfsögðu ráð fyrir því, að hún tæki þátt í sorg þeirra. Þau mundu ekki geta gert sér grein fyrir því, að síðustu sex mán- uðina höfðu þau Stefán búið saman í stöðugu ósamlyndi og að þau höfðu að lokum verið farin að hata hvort annað. En nú var hún samt komin hér og sonur hennar hafði fæðst í stóru, fallegu herbergi í glaða- sólskini. Hún minntist þess, að tengda- móðir hennar hafði tekið um báðar hendur hennar, er hún kom inn í þetta herbergi til að ala barn sitt. Gamla konan hafði verið með tárin í augun- um og sagt: „Við tvær höfum svo margt, sem við þurfum að ræða sameiginlega þegar þetta er afstaðið.“ Svo mikið að tala um, hugsaði Cara með gremju. Já, hún má gjarnan tala eins og hana lystir, ég skal hlusta. En sjálf hefi ég ekkert til að tala um. Á kvöldin fengu þau leyfi til að líta inn til tengdadóttur sinn- ar, gömlu hjónin. Brad var í fyrstu á báðum áttum og muldr- aði: „Það er kannski bezt að þú farir ein.“ „— Vitleysa!" sagði Madeleine og hristi höfuðið. „Við förum bæði. Það getur varla heitið, að þú hafir talað eitt orð við þessa ungu dóttur okkar, og auk þess þarftu að sjá litla snáðann,“ sagði hún ákveðin. 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.