Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 16
B E R G M Á L----------------
með bjóra og merði með mér,“
hann klappaði á böggulinn. „Svo
er meira í bátnum.“
Kaupmaðurinn skellti aftur
stóru bókinni og læsti pening-
ana niður í skúffu.
„Komdu með mér inn í vöru-
geymsluna.“ Hann gekk á und-
an. Gabriel gekk á eftir honum
meðfram húshliðinni í brakandi
sólskininu. Inni í vörugeymsl-
unni var aðstoðarmaður, herra
Johnson. Það var rauðhærður
unglingur, ókunnur. Hann var
að stafla grávöru.
„Sæli-nú,“ sagði Gabriel.
„Sæli-nú,“ sagði hvíti strák-
urinn rauðhærði. Hann brosti.
Herra Johnson skoðaði bjór-
ana fyrst. Hann kraup á kné á
gólfið í vörugeymslunni og
skoðaði hvert skinn í krók og
kring. Þetta voru dásamleg
skinn. Gabriel gladdist við að
horfa á þau og hann sá að herra
Johnson var hrifinn líka. Hann
strauk skinnin, slétti úr þeim,
blés á þau og hampaði þeim.
Lagði þau síðan varfærnislega
frá sér og merkti svo við í bók-
inni hjá sér og tók það næsta.
Skinnin voru tíu, og þegar
kaupmaður hafði skoðað þau
öll, sagði hann: „Þau eru prýði-
leg. Ég gef tvö hundruð og níu-
tíu dollara fyrir þau öll.“
____________________ JANÚAR
Gabriel brosti. Þetta var gott
verð. Sennilega hafði liðþjálf-
anum skjátlast um marðar-
skinnaverðið. — Kaupmaðurinn
skoðaði nú einnig marðarskinn-
in sjö. „Ég get gefið eitt hundr-
að sjötíu og tvo fyrir marðar-
skinnin, þau eru góð líka.“
Sjö í sautján er tvisvar og
þrír ganga af, sjö í þrjátíu og
tvo er fjórum sinnum og fjór-
ir ganga af. Tuttugu og fjórir
og svolítið meira.
Það var þá nærri sanni, sem
liðþjálfinn hafði sagt.
„Bob Starkey sagði mér, að
þeir greiddu yfir sextíu úti í
Green Mountain, herra John-
son.“
„Bob Starkey hefir ekki sagt
rétt frá,“ sagði herra Johnson.
„Hann hefir ætlað að gabbast að
þér.“
„Nei, herra Johnson,“ sagði
Gabriel hæversklega. En hann
fann til svolítils fiðrings í herð-
unum. Það var langt síðan hann
hafði fundið til hans. „Ég hefi
lesið blöðin.“
„Ég skil þig ekki, Gabriel.
Verðlagning mín er í samræmi
við þær fréttir, sem útvarpið
flytur mér.“
„Herra Duncan hefir yfirboð-
ið þá úti í Green Mountain. Þér
hefðuð átt að vita um það.“
14