Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 23

Bergmál - 05.01.1954, Qupperneq 23
1954 þessu harðneskjulega landi, þótt hann dveldist þar alla æfi. Hvor- ugur þeirra hafði mikið álit á þessu mannsefni Mörtu. Þeir fóru af stað í sterkum mótorbáti, sem skógarvörður- inn átti, með lítinn fljótabát innanborðs. Joe vissi sínu viti, hann sagði þeim að beygj a út af MacKenzie fljótinu á sama stað og Gabriel hafði beygt út af því og þegar þeir stigu á land til að bera litla fljótabátinn yf- ir á næsta fljót, fann Joe slóðir þeirra Mörtu og Gabriels. Þeir fóru hratt yfir, því að þeir vissu það, að eftir sjö til átta daga ferð myndi slóð Gabriels órekjandi. Eftir að hann kæmist upp á Nautavatn hefði hann framundan fimmtíu þúsund fer- mílna landsvæði, og þar myndi engum þýða að reyna til að rekja slóð hans. Síðasti áfanginn milli vatna var erfiðastur — frá Rósa-fljóti yfir á Nautafljót. Beint til norð- urs upp snarbratta fjallshlíð skógivaxna og niður ógreiðfært klungur hinum megin. Gabriel var orðinn mjög þreyttur, að kvöldi áttunda dagsins. En þreyta yfirbugar aldrei þann, sem er hamingjusamur, og að nokkrum klukkustundum liðn- ------------------- Bergmál um væru þau komin á fulla ferð niður eftir Nautafljóti í áttina til Nautavatns, en er þangað kæmi gæti hann valið um tutt- ugu dali til að fara eftir, með Mörtu norður í land móður- frænda sinna. Hann bar fljóta- bátinn sinn þennan síðasta á- fanga, en Marta gekk á undan eins og venjulega með létta byrði. Þau höfðu engin riffil- skot heyrt að baki sér ennþá, engar mannsraddir heyrt, eng- an reyk séð. „Stanzaðu andartak, Marta,“ sagði hann, er þau komust upp á fjallsranann. Hún nam staðar. Hún gerði allt, sem hann sagði henni, auðsveip og hlýðin. Hún var honum ekkert til trafala. Brátt hafði hann kastað mæð- inni. „Ég hefi aldrei haft sam- fylgd fyrr um merkur og vötn, síðan ég náði fullorðins árum,“ sagði hann. „Þú ert einasti föru- nautur minn um æfina, Marta.“ Hún brosti. Það var í fyrsta skipti í ferðlnni. Og Gabriel hugsaði: Er henni strax farið að geðjast vel að því að verða mér samferða? „Geðjast þér vel að samver- unni með mér, Marta?“ spurði hann. En hún svaraði engu. Þau gengu af stað niður klugrið. Er þau höfðu skamma 21
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.