Bergmál - 05.01.1954, Page 44

Bergmál - 05.01.1954, Page 44
Sönn frásögn af slysi, sem varð milli jóla og nýárs í Skotlandi fyrir 74 árum síðan, á Tay-brúnni. BRÚIN, SEM BRAST G. R. Wílliams. Hinn 28. desember fyrir 74 ár- um síðan, stóð fárviðri af Norð- ursjónum inn yfir strendur Skotlands. Voldugir hafsjóar þrengdu sér inn í þrönga firðina á austur- ströndinni og stormurinn hvein í öllum fjallatindum. Þetta var á sunnudegi og töldu menn þetta eitt mesta fárviðri í manna minnum. Stormsveipirnir lömdu einnig sjóinn í Tay-firðinum miskunn- arlaust og hristu jafnframt, sem í hamslausu djöfulæði nýju brúna þar, sem teygði sig þvert yfir fjörðinn í þrjátíu metra hæð yfir vatnsfletinum. Brú þessi var um 3 kílómetrar á lengd og tengdi saman bæina Wormit á suðurströndinni og Dundee á norðurströndinni. Það söng og hvein í brúnni við átök fárviðrisins, en engum kom þó til hugar að óttast um öryggi hennar. Var hún ekki áttunda furðuverk heimsins! Mesta meistaraverk brezkrar tækni til þessa! Sköpuð af hug- vitsmanninum Thomas Bouch, sem Viktoría drottning hafði persónulega fært þakkir og heiðrað fyrir þetta glæsilega snilldarverk. Járnbrautarstarfsmennirnir óttuðust sízt af öllu um afdrif brúarinnar. Brúin hafði staðið óhögguð í nítján mánuði og ekki o<rðið meint af stormsveipum hingað til. Það var óhugsandi, að nokkuð þyrfti að óttast. Stöðvarstjórinn í Burntis- land gaf brottfararmerki og nætur-lestin rann af stað. Nú var aðeins einn viðkomustaður eftir, áður en hún kæmi að brúnni og yfir til Dundee, nefnilega stöðin í St. Fort. Járnbrautarlestin náði brátt fullum hraða og brunaði nú norður á bóginn án þess að skeyta ofviðrinu hið minnsta, 42

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.