Bergmál - 05.01.1954, Side 54

Bergmál - 05.01.1954, Side 54
Bergmál ---------------------- hafði verið skilningssljó og syn- inum gagnslaus. „Þú þekktir hann miklu bet- ur en ég,“ sagði hann og leið illa yfir því, að honum skyldi hafa mistekist. „Cara þekkti hann betur en allir aðrir, jafnvel betur en við foreldrar hans,“ svaraði Made- leine blíðlega. Já, hugsaði Brad. Cara þekkti hann betur en allir aðrir. Ein- hvern tíma þarf hún að segja okkur frá syni okkar. Haustið var milt. Barnavagn- inn stóð úti undir trjánum og laufin féllu til jarðar allt í kring um hann. Einn morguninn tók Brad laufblað, sem fallið hafði á kinn ungbarnsins í vagninum. Hann fór að velta því fyrir sér, að eiginlega væri drengurinn hvorki líkur föður sínum né móður. Heldur sérstæður ein- staklingur, sem ganga myndi sínar eigin götur. * Cara gekk í áttina til hans. Hún var í svartri kápu með rauðan hálsklút. Brad sagði henni frá hugsunum sínum. Cara hló. „Madeleine finnst hann vera líkur Stefáni, eins og hann var, þegar hann var barn.“ „Ef til vill,“ sagði Brad og hló líka. Hann vildi vera vingjarn- ______________________ JANÚAR legur við tengdadóttur sína. fteyna að kynnast henni betur. Hann óskaði þess af heilum hug, að hún kynni vel við sig hjá þeim. „Við vonum, að þú dveljist hjá okkur framvegis,“ sagði hann. Cara roðnaði. — „Það er mjög vinsamlegt af ykkur,“ svaraði hún vandræðaleg, „en ég held að ég geti það ekki.“ Brad langaði mest til að tala um fyrir henni. En hætti þó við það og sagði: „Hugsaðu um það í ró og næði.“ Cara horfði á eftir honum heim að húsinu. Nei, hún gat ekki látið hann fara svona nú, án þess að ræða nánar við hann. Hún hljóp á eftir honum. Brad heyrði fótatak hennar og nam staðar. Er hann sneri sér við, sá hann, að hún var náföl og áhyggjufull. „Eyrirgefðu mér. Ég ætlaði ekki að vera vanþakklát. Rödd hennar skalf lítið eitt. „Ég vildi svo gjarnan vera vingjarnleg. En mér finnst svo margt hafa farið öðru vísi en ég ætlaði, og mér finnst svo langt síðan ég hefi verið vingjarnleg og glöð.“ Hún horfði löngunaraugum á þetta stóra og trausta hús, sem verið hafði æskuheimili Stefáns. 52

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.