Bergmál - 05.01.1954, Side 60

Bergmál - 05.01.1954, Side 60
B E R G M Á L -------------------------------------- J A N Ú A R þá höfðu þessar systur misst báða foreldra sína. Og upp frá því hafði Biddy gengið Maureen í foreldra stað. Hún hafði hjálpað henni yfir síðasta veturinn í menntaskólanum, þrælað baki brotnu til að geta séð henni fyrir góðum fatnaði og að lokum útvegað henni atvinnu við vélritun í lögfræðifyrirtækinu Orman & Clarke, sem var til húsa uppi yfir bankanum við Aðal- götu. Biddy átti kost á því að halda atvinnu sinni í fatadeild Flet- cher-verzlananna, eftir dauða foreldranna, en hún hafði þó ákveð- ið að segja upp þar. Hún hafði lagt allt kapp á að halda heimilinu í sama horfi og það hafði alltaf verið síðan þær systurnar mundu fyrst eftir sér, og ef hún hefði haldið áfram að vinna í verzluninni, myndi það hafa komið niður á heimilinu. Auk þess hafði hún nú undir höndum líftrygging- arféð, er hægt væri að grípa til, ef á lægi. Nokkur hjálp var henni í því að hún vann alltaf öðru hverju á kvöldin við húsverk í hinu stóra og mikla húsi Simons Fletcher, — karlinn var svo geðstirður, að honum tókst aldrei að halda vinnukonur stundinni lengur. Nú byrjar að segja frá kvöldi því, sem átti eftir að verða svo ör- lagaríkt fyrir Biddy og allt hennar líf. Hún leit á klukkuna. Hamingjan góða, klukkan var farin að ganga sjö og hún hafði ekki ennþá lokið að strauja undirfötin hennar Maureen, ljósbleiku undirfötin, sem hún var jafnan í við samkvæmiskjólinn sinn. Hún leit inn í bakarofninn og sá að kjötið mallaði hæfilega, síðan setti hún upp strauborðið. Þetta kvöld var starfsmannadansleikur hjá Fletcher-verzlunun- um. Maureen ætlaði að fara þangað með vini sínum, sem vann í hanzka-deildinni. Biddy hafði einnig ætlað sér að fara, en af ein- hverjum ástæðum hafði gamli maðurinn, Simon Fletcher óskað eftir því að hún kæmi og hjálpaði til í húsi hans þetta kvöld. .Karlinn var að hálfu leyti við rúmið og gat því ekki mætt sjálfur á þessari ársskemmtun hjá starfsfólki sínu. — Það var þá skemmti- legt, eða hitt þó heldur — hugsaði Biddy á meðan hún straujaði, — að eiga að fara að fægja silfurborðbúnað úti í „The Beeches". þeg- ar hún hefði getað farið og skemmt sér við að dansa. En var þetta ekki einmitt rétt eftir Simon Fletcher! Maureen kom heim, þegar klukkan var tuttugu mínútur yfir sex. Hún var falleg, en oft voru 58

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.