Bergmál - 05.01.1954, Page 64

Bergmál - 05.01.1954, Page 64
B E R G M Á I.----------------------------------------J A N Ú A R Hún náði á ákvörðunarstað þegar klukkuna vant^ði nákvæmlega tíu mínútur í sjö. Þetta var mjög stórt hús, fremur skuggalegt og öll bygging þess miðuð við þá gömlu, góðu tíma begar hægt var að fá nóg af vinnu- hjúum fyrir mjög lítið kaup. Meiri hluti hússins var ónotaður, því að Símon Fletcher gat ekki fengið ungar stúlkur, hvað þá þjóna til þess að setjast þarna að, og þær stúlkur, sem fengust öðru hverju til að vinna í húsinu lögðu jafnan á flótta að tveim til þrem vikum liðnum vegna þess hve uppstökkur karlinn var og geðvondur. Gamla frú Andrews, ráðskonan í húsinu hafði enga fasta hjálp á þ'essum tíma og var hún því hverri stund fegin, sem Biddy gat verið henni til aðstoðar. „Hann vill fá að tala við þig,“ sagði hún og benti í áttina að stig- anum upp á efri hæðina, um leið og Biddy kom inn úr eldhúsdyrun- um. Frú Anders var kona, komin fast að sextugu. Hæglát og fremur geðþekk kona, sem unnið hafði hjá Símoni Fletcher í hart nær fjörutíu ár. Hún hlustaði ósnortin á reiðilestur karlsins, þegar hann stökk upp á nef sér, og fór svo sínu fram. „Er það herra Fletcher, sem þú átt við?“ spurði Biddy með undr- unarsvip. „Hvað getur hann viljað mér?“ „O, — þú kemst víst að því,“ sagði frá Andrews eins og hún byggi yfir leyndarmáli. „Hann sagði, að þú ættir að koma strax upp til hans.“ Þetta var ekki óvenjulegt. Símon Fletcher hafði ekki sterkt hjarta, og var að hálfu leyti lamaður á vinstra fæti. Honum geðjaðist vel að því hve sjálfstæð og kotroskin Biddy var og kallaði hana oft inn til sín til að ræða við hana um alla heima og geima. Venjulegast ræddu þau um verzl- anir gamla mannsins. Biddy hafði starfað þar á meðan foreldrar hennar voru á lífi, eins og fyrr er getið, og því mat hann alltaf skoð- anir hennar nokkurs. Biddy glúpnaði ekki að ástæðulausu, ekki einu sinni gagnvart hinum hrjúfa og hranalega Símoni Fletcher. „Kom inn!“ hrópaði hann drynjandi bassaröddu, er hún barði að dyrum. Herbergi Simonar Fletcher var geysistórt og rúmgott, en þrátt fyrir það virtist það of lítið fyrir þennan aðsópsmikla mann, 62

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.