Bergmál - 01.04.1954, Side 2
ÚR VÍSNAKVERI FORNÓLFS
Gamanvísur:
Að mæla finn ég mér ei skylt
meira en þarf að segja,
ekki er heldur öllu spilt
ef menn kunna að þegja.
Eitt er að finna orðum stað,
annað að belgja gúla.
En gömul kynni gera það,
ég get ekki haldið túla.
Gtal verða umskiptin
og ýmsar leiðir farnar, —
bila sjaldan, Bjössi minn,
bernskuminningarnar.
Man ég forðum marga stund,
man ég ótal gaman,
þegar við með létta lund
lékum okkur saman.
Æskubrek til gleði gerð
get ég fáu spilli, —
skemmtileg var skíðaferð
skýlaust rökkra milli.
Margt er enn á ýmsa lund,
sem ekki er hægt að ríma,
en er gleymt um eina stund
aldrei nokkurn tíma.
Skilið hafa okkur ár
æfi-langar stundir,
óravegir, ægir blár —
urðu sjaldan fundir.
Oft hef ég munað eftir þér,
en alltaf geymt að skrifa,
eins og ég hefði ætlað mér
alla daga að lifa.
Nú er ég orðinn gamall og grár, —
gæti farið að raupa.
Hvað eru nú mörg eftir ár
upp á t-il að hlaupa?
Ef ég pára ætla þér,
ekki er neins að bíða.
Hver veit, hvenær of seint er,
ef að stundir líða?
Dragsúgur:
Enn þá er hann ekki hlýr
úti frost og bylur,
veltir sjó, en veðra gnýr
vondan galdur þylur.
Hörð eru kára handtökin,
húsum vindar rugga,
nepjan æpir náhljóð inn,
næðir um hurð og glugga.
Ofninn hefir ekki við
upp að þýða skjáinn,
Hamslaust sogar hvassviðrið
hitann út í bláinn.
Einhvern tíma eins þér fer
í æfinkólguhríðum,
eldurinn kulnar — ylinn þver, —
þótt eitt sinn brynni á skíðum.
—o—
Þrútnar ver, en vogar dynja
veltur brim að ströndinni,
mæðir siglur, steinhlöð stynja ,
stendur Rán á öndinni.
Þrumi ég vínlaus, þyrstur, rámur,
þunnur, sljór og kuldablár,
gneipur eins og Skröggur og Skrámur.
sköllóttur og hærugrár.
—o—
Stefni að þér darra dríf,
að duga er bezt og þegja:
annað hvort er þér ætlað líf
eða þá að deyja.