Bergmál - 01.04.1954, Qupperneq 8
Bergmál ---------------------
höllina á ný og inn í salinn og
þá heyrSi hann húsmóðurina
spyrja: „Hvað var það?“
„Sendiboði kom með þetta
skjal og sagði að það væri áríð-
andi orðsending,“ svaraði þjónn-
inn.
„Eldri bróðirinn á að láta
rigna hér í héraðinu á sjö fer-
mílna svæði, umhverfis fjöllin
og regnið á að stytta upp fyrir
dögun. Hann á að gæta þess
að ekki rigni svo mikið. að upp-
skera bændanna sé í hættu.“
„Hvað get ég gert?“ sagði hús-
móðirin æst og bar hratt á. „Þeir
eru báðir fjarverandi og það er
of seint að senda eftir þeim. Ég
hefi engan annan til að senda.“
„Gætuð þér ekki beðið nætur-
gest yðar að gera það?“ spurði
þjónninn. „Hann er þróttmikill
og góður veiðimaður. Hann ríð-
ur góðum hesti.“
Húsmóðirin gladdist mjög við
þessa uppástungu og fór beina
leið til svefnherbergis Li og
knúði dyra.
„Eruð þér vakandi?11
„Hvað get ég gert fyrir yð-
ur?“ svaraði Li.
„Gjörið svo vel og komið
fram„ ég þarf að ræða við yður.“
Li fór strax fram úr rúminu
og gekk fram í salinn.
Húsmóðirin hóf þegar máls:
------------------------Apríl
„Þetta er ekki neitt venjulegt
hús. Þér gistið Drekahöllina. —
Mér hefir borist skipun af himn-
um ofan um að láta rigna nú
þegar og fram til dögunar, en ég
hefi engan, sem ég get sent.
Eldri sonur minn er í brúð-
kaupsveizlu úti í Austursjó og
yngri sonur minn fylgir nú
systur sinni á langferð. Þeir eru
þúsundir mílna í burtu og það
er of seint að gera þeim boð.
Vilduð þér gera mér þann
greiða að taka starfið að yður?
Það er skyldustarf okkar að
láta rigna og sonum mínum mun
verða hegnt, ef þeir framkvæma
ekki þessa fyrirskipun.“
Li varð bæði undrandi og
glaður yfir þessari nýstárlegu
beiðni.
„Mér væri ánægja að því að
geta gert þetta fyrir yður, frú,
en til slíkra framkvæmda skort-
ir mig bæði getu og þekkingu.
Því að ég geri ráð fyrir að kom-
ast þurfi ofar skýjum til þess að
láta rigna.“
„Ég geri ráð fyrir að þér get-
ið setið góðan hest.“
„Vissulega.“
„Það nægir. Allt, sem þér
þurfið að gera, er að stíga á bak
hesti, sem ég mun fá yður —
ekki á bak yðar eigin hesti —
og fara því næst eftir fyrirmæl-
6