Bergmál - 01.04.1954, Blaðsíða 9
1 954 ------------------------
um mínum. Það er mjög ein-
falt.“
Hún skipaði nú svo fyrir, að
hesturinn skyldi söðlaður. Var
það stór og fallegur, hrafn-
svartur gæðingur, faxprúður
mjög. Fékk Li svo litla flösku
með vatni, sem hún sagði hon-
um að festa við söðulbogann.
„Þetta er vígður foli,“ sagði
hún. „Þér þurfið að halda laust
við hann og láta hann þeysa
hvert sem honum sjálfum sýn-
ist. Hvetjið hann ekki. Hann
ratar leiðina. Þegar hann lemur
niður fótunum, þá takið þér
þess vatnsflösku og látið einn
dropa drjúpa á makka hans. En
gætið þess vel að láta ekki of
mikið drjúpa. Gleymið því ekki.“
Li sté á bak hinum helga hesti
og hélt af stað. Hann undraðist
hraða hestsins og öryggi. Er
hann hafði skammt farið, jók
hesturinn hraðann og hélt hon-
um, og Li hafði það á tilfinn-
ingunni, að þeir væru að klifra
upp á við. Er hann nú svipaðist
um, sá hann að þeir voru komn-
ir ofar skýjum. Snarpur, rakur
vindur Lék kröftuglega um and-
lit hans, en undir fótum hans
kváðu við þrumur og leiftruðu
eldingar. ,
í hvert skipti, sem hesturinn
nam staðar og lamdi niður hóf-
------------------ Bergmál
unum, lét hann einn dropa
drjúpa úr flöskunni á makka
hans, eins og hann hafði fýrír-
mæli um .
Að nokkrum tíma liðnum vildi
svo til að elding klauf skýin neð-
an við hann og sá hann þá beint
niður á þorpið, sem hann var
vanur að gista í á veiðiferðum
sínum.
„Ég hefi angrað gömlu konuna
og þorpsbúa alla og verið þeim
til byrði — hugsaði hann. „Mig
hefir lengi langað til að endur-
gjalda þeim gestrisni. þeirra og
alúð, og nú hefi ég á valdi mínu
áð láta rigna. í gærdag sá ég að
uppskera þeirra var að skrælna
úr þurrki á ökrunum, blöðin
voru jafnvel farin að gulna. Ég
ætla að láta drjúpa svolítið
meira úr flöskunni fyrir þetta
góða fólk.“
Hann lét tuttugu dropa drjúpa
yfir þorpinu og hlýnaði honum
um hjartaræturnar þegar hann
sá regnið steypast niður. Er
þessu var lokið, sneri hann til
baka til Drekahallarinnar.
Húsmóðirin sat grátandi í stól
sínum er Li kom in í salinn.
„Þér hafið gert hræðilega
skyssu,“ hrópaði frúin er hún
sá hann. „Ég sagði yður að láta
aðeins einn dropa af vatni drjúpa
á hverjum stað, en þér hafið víst
7